Fagráðstefna skógræktar 2016 sem haldin var dagana 16. og 17. mars tókst afar vel í blíðviðri á Patreksfirði. Ráðstefna þessi sem landshlutarnir skiptast á um að halda er haldin árlega í marsmánuði. Hún er mikilvægur vettvangur fagfólks í skógrækt til að skiptast á upplýsingum, kynnast, skerpa sýn og bæta árangur. Ef til vill má ekki síst þakka þessari ráðstefnu þá góðu einingu sem ríkir innan greinarinnar.
Þetta var inntakið í ávarpi Þrastar Eysteinssonar skógræktarstjóra við upphaf ráðstefnunnar. Þröstur taldi þessa góðu einingu innan fagsins vera meðal helstu ástæðna þess hversu vel hefur gengið að vinna að þeirri sameiningu skógræktarstofnana ríkisins sem boðuð hefur verið.
Að loknu ávarpi Þrastar talaði Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri hafs, vatns og loftslags hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, um leiðina frá París og þátt skógræktar í loftslagsmálum. Fram kom hjá honum að helstu uppsprettur losunar í heiminum væru að tveimur þriðju orkuframleiðsla og bruni jarðefnaeldsneytis en fjórðungurinn landbúnaður og skógareyðing. Á móti kæmi að skógrækt og önnur ræktun byndi um 5% af árlegri losun. Samkvæmt Loftslagssamningi S.þ. væri aðildarríkjum gert skylt að halda bókhald um alla losun og kolefnisbindingu vegna landnotkunar, breytinga á landnotkun og skógrækt.
Samkvæmt Kýótóbókuninni ber aðildarlöndunum skylda til að draga úr losun frá bruna jarðefnaeldsneytis, iðnferlum o.fl. en ekki frá landi. Kýótóbokhald vegna skógræktar og landnotkunar miðast við aðgerðir en ekki landsvæði en þó er skylt er þó að telja fram skógrækt og skógarumhirðu í Kýótósamstarfinu. Helgi talaði um að umræðunni um skógrækt og landnotkun fylgdu flókin vísindi og bókhald. Mikil hætta væri á villum og svindli og ekki síður að þessi umræða drægi athyglina frá meginverkefninu, að skipta um orkugjafa. Ýmiss konar óvissa væri líka fólgin í bindingarmálunum, óvissa vegna elda, þurrka, skordýraplága o.fl.
Þrátt fyrir allt þetta talaði Helgi um að landnotkun væri auðvitað næststærsta uppspretta losunar og því fráleitt að taka hana ekki með. Rétt væri að skapa hvata til kolefnisbindingar enda væri þetta starf jákvætt fyrir náttúruvernd, atvinnusköpun o.fl. Í stefnu Íslands væri rétt að skoða kolefnisbindingu jafnt sem minnkun losunar og loftslagsávinningurinn bættist við önnur markmið skógræktarinnar í landinu. Á Íslandi væru miklir möguleikar til skógræktar og þar með til bindingar enda sýndi hagfræðigreining frá 2009 að skógrækt væri hagkvæmur kostur fyrir landið. Tryggja þyrfti gott bókhald byggt á traustum vísindum, virka þátttöku og frumkvæði í alþjóðlegum viðræðum, skógrækt væri hluti af sóknaráætlun 2015-2018 og aðgerðaráætlun til 2020.
Loks kom fram hjá Huga að losun á Íslandi væri 0,01% af heimslosuninni. Árið 2012 nam losunin hér 4.470 gígagrömmum koltvísýringsígilda sem væri 11% samdráttur frá 2008. Binding kolefnis úr andrúmslofti með skógrækt og landgræðslu fer vaxandi, en er þó minni en að var stefnt. Hún gæti orðið að óbreyttu um 50% minni en stefnt var að 2020.
París 2015. Lógó samkomulagsins var lauf með Eiffelturni.
Hófst með leiðtogafundi -150 leiðtogar mættu.
Ríki sendu inn markmið fyrir fundinn; markmiðin ekki bindandi inní samningnum.
Lokaspretturinn; „Bandalag um metnað“ vill að tryggt verði að samkomulag skoði 1,5°C, öflugt bókhald, þátttöku allra; Ísland með þar.
Laugardagurinn 12. Des. – Lokatexti lagður fram og samþykktur.
Parísarsamkomulagið – nokkur helstu ákvæði
· Markmið að halda hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°
· Losun GHL á heimsvísu „nái jafnvægi við upptöku kolefnis úr andrúmsloftinu“ á síðari helmingi 21. Aldar – binding getur komið á móti losun
· Farið yfir stöðu mála á 5 ára fresti, ríki endurnýi landsamrkmið; ný markmið verði eins metnaðarfull og hægt er, í ljósi leiðsagnar vísindanna.
· Fjármögnun þróunarríkja
Loftslagsmál og skógrækt – framtíðin
· Skógrækt áfram lykilþáttur í loftslagsstefnu Íslands
· Hvaða reglur um skógrækt í Parísarsamkomulaginu?
· Hvaða reglur um skógrækt og landnotkun hjá Esb? Hvernig nýtast þær Íslandi?
· Hafa loftslagsmál áhrif á opinberan stuðning við skógrækt?
· Er grunnur fyrir kolefnismarkað fyrir bindingu?
· Gæti Ísland orðið kolefnishlutlaust – hver væri þáttur skógræktar og landnotkunar í slíku markmiði?
o Eftir er að gera smáa letrið í Parísarsamkomulagi, eftir að fara yfir regluverk Esb (þar sem Ísland er í samkrulli). Nýjar tillögur koma í sumar. Skiptir máli hvort bindingin er talin með í hinu opinbera bókhaldi. Skiptir þetta máli fyrir opinberar fjárveitingar? Við þurfum alltént að styðja við vísindin, annars getum við ekki fært þetta til tekna. Enn ein stoðin undir rökin um að styðja við skógrækt á Íslandi; að þetta sé hagkvæm leið til þess að ná loftslagmarkmiðum.
9:50 Bjarki Þór Kjartansson. Skógarvistkerfi og loftslagsbreytingar.
Bjarki rýndi í kristalskúlu sína og spáði fyrir um veðurfar framtíðar og gróðurbreytingar sem fylgja munu í kjölfarið á Íslandi
Möguleg viðbröð skógarvistkerfa.
Styrkur í júlí 2015 var 400 ppm; aukning frá feb. 15 til feb. 16 var 3,76 ppm.
Áhrif á norðurslóðum minni snjóhula, minni hafís...
Hvað hefur framtíðin að geyma?
· IPCC hefur hvatt til rannsókna á framtíðarveðurfari. Veðurfarslíkön byggja á fræðilegri þekkingu og forsendum. Margir rannsóknahópar, mörg líkön, margar forsendur og fjölbreytilegar niðurstöður. Allar þessar niðurstöður benda í sömu átt. Grunnforsendur hafa verið skilgreindar sem sviðsmyndir. RCP – Representative conc. Pathways – sviðsmyndir.
o RCP 2.6 Mikil inngrip stjórnvalda í losun gróðurhúsalofttegunda
o RCP 4.5
o RCP 6.0
o RCP 8.5 – Haldið áfram á sömu braut, engin minnkun í losun GHG
o
o Með tímanum bendir hermilíkanið til aukinnar laufþekju á hálendinu. Stöðubreyting vistkerfa á láglendi; barrskógar hörfa fyrir tempruðum laufskógum. Aukið flatarmál til mögulegrar ræktunar. Aukin brúttóframleiðni (GPP) í öllum vistkerfum.
10:45 Arnór Snorrason: Hvað getur íslensk skógrækt gert til þess að draga úr nettó-losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi?
Binding í skógum á Íslandi: Kolefnisbinding í CO2 árið 2012: 268 kt CO2. CO2 frá bílum: 782 kt CO2. Bindingin er aðallega í ræktuðum skógum. Binding í náttúrl. birkiskógum hlutfallslega lítil.
Samanlögð nettóbinding CO2 í skógum landsins er 0,3 milljónir tonna á ári. Útstreymi frá Íslandi er ?? milljónir tonna á ári.
Brúttólosun er 4,3 milljónir tonna. Orka 1,7, Iðnaður 1,9. Landbúnaður 0,5. Úrgangur 0,3.
Nettólosun 3,5 millj. tonna (80%)
Með mýrlendi er Brúttólosun 17,3 millj. Tonna. Framræst mýrlendi ræktað: 2. Bramrækt mýrlendi óræktað 10. Óframræst mýrlendi: 1.
Heimild: Þjóðarskýrsla Íslands um losun ghl fyrir árið 2016.
Á Íslandi er samanlögð nettóbinding CO2 í skógum landsins 0,3 milljónir tonna á ári.
Nettó útstryemi frá Íslandi er 3,5-16,5 milljónir tonna a f CO2-ígildum (2014). Ísland er í hópi þróunarríkja þegar kemur að því að binding í skógi sé neikvæð. Losun á hvert mannsbarn er óvíða hærra en á Íslandi.
Þegar eru margir kostir í stöðunni, eru allir að ota sínum tota. Til þess að ná markmiðinu um kolefnislaust Ísland árið 2014, verður að beita öllum ráðum.
· Hvað getum við gert í þessu?
o Skipta yfir í rafmagnsbíla og skip. 1 millj. tonn (6%)
o Minnka losun frá stóriðju. -1,7 tonn (10%)
o Taka helming framræsts, óræktaðs mýrlendis og hefja þar akurskógrækt á 190 þús. hekturum, á hinum helmingnum moka ofaní skurði.
§ -6,2 millj tonn m. Akurskógrækt.
o Fjórfölduð hefðbundin landgræðsla.
11:00 Þröstur Eysteinsson: Innihald og ferli landsáætlana.
Af hverju landshlutaáætlanir í skógrækt?
· Það stendur í lögum um LHV (4. gr.)
· Um það er viljayfirlýsing í ForestEurope.
Það felur í sér uppbyggingu á ýmsum þáttum og er heildrænt hugsað. Ferli sem er sæmilega vel skilgreint. Þarfagreining, stefnumótun, áætlun, framkvæmd, eftirfylgni, árangursmat. Svo hefst ferlið aftur e. e-n árafjölda (t.d. fimm ár). Þetta er ferli sem er sífellt í gangi og í sífelldri endurskoðun. Gerist í hverjum landshluta fyrir sig en einnig á landsvísu. Helstu þarfir? Hvaða hlutir eru lagi? Hvað vantar uppá? Veit ekki; þarf að rannsaka. Dæmi: fjármál –rella í ráðherra. Verktakar – gera þjónustusamninga.
Hver vinnur verkið við greininguna. Verkefnisstjóri í hverjum landshluta. Þarf að fela einstaklingi ábyrgðina (ekki nefnd). Annað starfsfólk (teymi). Helstu hagsmunaaðilar (s.s. fulltrúar skógareigenda).
Hvernig? Rannsóknavinna (Hvernig gera aðrir þetta?). Sérfræðiráðgjöf. Hugarflugsfundir.
Stefna. Heildarstefna næstu 40 árin. Í samræmi við lög og aðra stefnumótiun í skógrækt. Ís samræmi við aðra löggjöf. Helstu áherslur. (hve mikil nytjaskógrækt, skjólbeltarækt, landbótaskógrækt).
Hvernig líklegt er að áherslur breytist með tíma. Hverig verður samksiptum við hagsmunaðaila háttað? Hvaða þörf verður á lt-fjárfestingum, á þekking og þjónustu; á innviðum, s.s. vegu, úrvinnslu, tækjabúnaði til þess að framfylgja stefnunni.
Stefna næstu 5 árin. Svipuð og 40ára stefnan en fókuseruð á nánustu framtíð. Hvað er nauðsynlegt að gera strax? Hvaða uppbygging? Hvaða lagfæringar? Hver vinnur verkið?
Áætlun. Skýr áætlun um hvað verði gert næstu 5 árin. Fjárhagsáætlun um helstu kostnaðarliði. Magntöluáætlun um helstu þætt. Plöntukaup. Fj. Hektara gr.s., fj. Jarða, girðingar, vegagerða, bilun og aðrar magntölur. Áætlun um verkþætti sem ekki eru auðveldlega magnbundnir. T.d. um samskipti við hagsmunaaðila, námskeið, rannsóknir.
Áætlun. Þemakort. Virkar jarðir, áherslusvæði, framsetning skiptir miklu máli. Ekki mikill texti. Myndrænt form. Ýmislegt sem tengist reglugerð LHV og viðaukum hennar. Reglur um þátttöku. Innihald ræktunaráætlana. Viðmið um val á landi. Hverjir vinna verkinð? Starfsfólk Skógræktarinar, aðkoma skógarbænda, aðkoma Skipulagsstofnunar. Áætlun gangi í gegnum umhverfismat áætlana, skv. lögum nr. 105/2006.
Framkvæmd á að fylgja áætluninni. Breyta útaf þegar þörf krefur. Skrá frávik. Hver vinnur verkið? Starfsfólk Skógræktarinnar, Skógareigendur.
Vöktun og árangursmat. Innra árangursmat. Plöntugeði, gróðursetning, grisjun, áætlanir. Jafningjamat – betur sjá augu en auga. Unnið af starfsfólki Skógræktarinnar. Ytra árangursmat: Heildarárangur m.v. stefnuna í upphafi. Mætti vinna samfara ÍsÚ. Viðmið og vísar: tengja kolefnisbókhaldi og sjálfbærniviðmiðunum. Unnið af starfsfólki Skógræktarinnar (fjarfólki og nærfólki). Til verða gæðastaðlar og gæðastjórnun. Fara þarf í nokkra vinnu við að útbúa gæðastaðla o.s.frv.
Nokkur mikilvæg atriði. Nauðsynlegt að kjarnahópur fylgi ferlinu öllu eftir. Nærfólk Skógræktarinnar, fulltrúar skógarbænda. Regluleg kynning á ferlinu: fundir, skoðunarferðir, greinargerði aðgengilegar á netinu. Góð samskipti og samræming milli landshluta (alltaf nýtt fólk í sveitarstjórnum). Svo er byrjað aftur á greiningu, enda liðin 5 ár.
11:30 Else Möller: Hraðræktun jólatrjáa á ökrum. Er það raunhæf ræktunaraðferð á Íslandi?
Er akurræktun fýsileg ræktunaraðferð fyrir jólatrjáaframleiðslu á Íslandi?
Nei. Reynslan hefur sýnt. Engin sérhæfð tæki og tól. Engin hefð. Enginn áhugi. Óhagstætt veðurfar.
Já. Hér er nóg land. O.fl.
Tilraunaverkefni hófst árið 2009 á Hvanneyri. Markmið: að kanna áhrif mismunandi ræktunaraðferða á rauðgreni, blágreni og stafafuru. Niðurstöður birtar í BSc ritgerð 2010. Framhald (MSc-verkefni). Markmið: að afla meiri þekkingar um tegundanotkun, áhrif áburðargjafar, eitrunaraðferða, skjól og mun milli landshluta. Sambærileg uppsetning og í fyrra verkefni á Hvanneyri. Blokkatilraun, úttektir á lifun og vexti, keyrð tölfræði á allar mælingar til að fá marktækar niðuturstöður. Niðurstöður voru birtar í MSc 2013. Stafafura besta tegundinn, sleðppa áburðargjöf fyrstu 2 árin, illgresiseyðing amk tvisvar, skjó hefur áhrif á lifun, landhltuamunur. Vonlaust á Prestbakkakoti, Gott á Krithóli, mittámilli á Hvanneyri. Síðust úttektir (2014 og 15) sýna aukin afföll, sérstaklega eftir veturinn 2013/14. Of mikil afföll á öllum stöðum. Landeigendur í Skagafirði óskuðu eftir að hætta Roundupúðun. Tilraunaverkefninu var formlega hætt 2015.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að „akurræktun jólatrjáa á túnum“ sé ekki gerleg við íslenskar aðstæður eins og staðan er í dag. Ekki hægt að mæla með þessu sem ræktunaraðferð. Óhagstæð vaxtarskilyrði (skjóleysi, samkeppnisgróður, frosthætta) Samkeppnisgróður er vandamál sem finna þarf lausn á. Vélvæðing er nauðsynleg til þess að ræktunin geti orðið skilvirk. Kunnátta, reynsla, áhugi, úthald er nauðsynlegt.
11:45. Björn Traustason: LUK-verkfæri skógfræðingsins.
LUK – open source eða markaðsforrit? Opnu kerfin eru að koma mjög sterkt inn á markaðinn og þrýsta á verðlækkun hjá hinum. Síaukinn þrýstingur á fyrirtæki og stofnanir að draga úr kostnaði og fara meir inn í opensource lausnir.
Q-gis vs. esri.
Esri er bandarískt fyrirtæki sem byggist upp á mörgum lausnum. Hægt að hafa á heimilistölvum og snjallsímum. Mism. Leyfi fyrir ArcGIS. Langdýrasta leyfi er ... ArcView ódýrast. Mjög góðar gagnagrunnslausnir þróaðar. Kostir: gagnagrunnar, skráning upplýsinga, kortlagnir, greiningar, grannfræði, kortagerð, margir notendur, lýsigögn, þjónusta. Ókostir: kostar peninga, kostar enn meira fyrir flóknari aðgerðir, ekki best til myndvinnslu, kortlagnirngartól, þungt í vinnslu.
Q-gis. Opinn hugbúnaður, frítt til afnota. Kostir: Frítt og opið. Notendavænt. Gott til kortlagningar. Kortagerð. Landupplýsingagreiningar, margir möguleikar. Ókostir; Takmarkað fyrir flóknari gagnagrunna, í þróunarfasa – böggar, takamarkað fyrir flóknari greiningar, forskrár hafa ákveðna ókosti, flettigluggar vistast ekki með formskránni, ekki hægt að vinna með grannfræði.
LUK skógfræðingsins.
Kortlagning. Hnitun fyrirbæra (punktar, línur, flákar), tölvuskráningar.
Kortagerð. Áætlanagerð, framkvæmdir,
Uppbygging gagnagrunns. Gagnagrunnur fyrir áætlanir, framkvæmdir, umhirðu, úttektir. Fine Geodatabase.
File Geodatabase. Sérhæfð gagnagrunnslausn. Hægt að halda utan um stór gagnasett. Gildisóðöl. Grannfræði (topology), hægt að skoða í QGIS – ekki breyta.
Hvort á að nota? Áður en ákvörðun er tekin þarf að fara fram þarfagreining á þeirri vinnu sem framundan er.
Snjallsímalausnir. ArcGIS collector frá ESRI. Opið öllum ESRI notendum. Gögn undirbúin í ArcGIS online. Unnið með File Geodatabase. Hægt að nota flettglugga ái felti.
Möguleikar fyrir skógrækt. ESRI er með mjög góðar lausnir.....
13:00 Sævar Hreiðarsson: Þéttleiki og ending íslensks trjáviðar.
Skógarnytjar á Íslandi: Girðingarefni, eldiviður, sánuösp, borðviður, bolviður, pallaefni, iðnviður.
Árleg losun 39 þús. tonn CO2 vegna sjóflutnings á 33 þús. tonnum af timbri (1500 tonn af olíu).
Þéttleiki viðar (wood density) einn mikilvægasti mælikvarði á styrk timburs. Mælikvarði á orkuinnihald. Gefur vísbendingu um hörku viðarins og eiginleika til vinnslu. Þéttleik= þyngd á rúmmálseiningu.
Markmið; að auka þekkingu á íslenskum trjávið. 1. Mæla náttúrl viðarþéttleika hja´AÖ, RG, Sg, SF á Íslandi; 2. Setja út nýja tilraun til að rannsaka endingu íslensk viðar; 3.
Efni sótt í Haukadalsskóg. Vatnsruðningsaðferð. Pinnatilraun (stake-test) sett út í maí 2012 í Esjuhlíðum. Fúi metinn og honum skipt í fimm stig.
Þéttleiki; AÖ 0,43 g/cm3 (hærri þéttleiki en í NV Ameríku; 0,37); RG 0,33 g/cm3 (svipað og víða í Evrópu); STF 0,38 g/cm3 (svipað og annarsstaðar); SG: 0,33 g/cm3 (svipað og annarsstaðar, en þó í lægri mörkum). Skoða víðar í öðrum landshlutum og fleiri kvæmum.
Ending: AÖ: 23% þyngdartap á 3 árum; lítil ending. RG, STF, SG: 9-11% rakatap á 3 árum.
Vatnsupptaka utanhúss; greni og fura með meiri rakadrægni en lerki. Niðurstöður sambærilegar á Íslandi og í Litháen.
Ísl. Viður stenst samanburð við trjávið sömu tegunda í öðrum löndum.
Vísbendingar um að ísl. Viður standist flokkunarstaðla
Hægt að bæta gæðin með ræktun og góðri umhirðu.
13:25 Ívar Örn Þrastarson: Er íslenskur viður byggingarefni?
Eðliseiginleikar skoðaðir:
Eiginleikar, Grunneðlisþyngd, beygjutogþol, þrýstiþol, ..
Sterk tengslu eru milli eðlisþyngdar og styrkeiginleika. t/m3 Sterk tengsl á milli stífni og styrkeiginleika. Enginn marktækur munur milli tegundanna í beygjutogþoli.
Stífni. Ekki marktækar vegna galla í prófunum. Beygjutogþol í íslensku efni sýndi meira togþol í íslensku en innfluttu efni.
Af hverju er þetta svona? Lítið úrtak; aðeins á einum stað. Sýni úr ungum trjám. Aðeins tekin sýni úr trjánum á einum stað á y-ás.
Niðurstöðurnar benda til að notkunarmöguleikarnir séu miklir. Mikill hluti efnisins kemst í „hönnunarflokk“. AÖ er að standast allan samanburð við hinar tegundirnar sem burðarviður, nema hvað hún hefur lítið mótstöðuafl gagnvart fúa.
13:45 Wade Wahrenbrock: Essentials of Wildland Fire – Iceland fuel models an options to reduce fire risk.
Global warming, rising temperatures may lead to increased fire severity and frequency in Iceland.
Basics of fire: O2, heat, fuel -> fire
Fuel, weather, topography.
Fuel type
· Size and shape
· Compactness
· Live or dead
Fuel loading – weight (kg/ha)
Fuel continuity
Weather
· Air temperature
· Wind speed
· Relative humidity (RH)
Topography
· Flat
· Hillside
o Percent of slope
Methods of heat transfer: Convection, conduction, radiation.
Dead fuel moisture: plant material not supported by a live root system. Adhesion & cohesion.
Fuel size classes. Time lag refers to the duration of time in which fuels reach equilibrium with surrounding atmospheric conditions (either dreying or wetting). Important to know the amount of fine material since it has the greatest impact.
Red flag warning
· Warnings issued by meteorology service based on WX forecast
· Criteria set by fire manager agencies
· Warnings to firefighters incicate fore difficult fire control and greater safety problems
· Warnings for fire managers incidate need for more tactical resources.
14:20 Bjarni Diðrik Sigurðsson: Toppar og greinar út....
Þurfum nú að huga að fleiru en bara gróðursetningu og lifun; þurfum að hugsa um alla keðjuna. Skógarnýtingin þarf að vera sem sjálfbærust (efnahagslega, félagslega, umhverfislega); Tekjusköpun, árl. vöxtur, vistþjónusta, félagsl. þættir. Ganga hvergi og aldrei á höfuðstólinn.
Hvað með nýtingu íslenskra skóga? Skiptir máli hvernig við grisjum/höggvum þá? Getur of mikil nýting dregið úr vaxtargetu þeirra í framtíðinni? F.o.f. bolviður er tekinn út, greinar, barr, toppar skildir eftir. Á Norðurlöndunum er æ meira efni tekið út úr skógunum og minna skilið eftir. Því þarf að „skila“ næringarefnunum, t.d. m.þ.a. dreifa ösku í skógana. Þarf að skipuleggja vel frá grunni, því að við erum þegar í vandræðum með næringarefnahringrás í íslenskum jarðvegi. Móajarðvegurinn er „niturlaus“ á 2. eða 3. ári. Lífrænt efni í skógum er að aukast með hverju ári og gæta þess að skilyrðin séu að batna og að ekki sé verið að ganga á forðann.
Brynhildur: Kolefnisforði í efstu 10 cm jarðvegs jókst með marktækt með aldri jarðvegs í lerkiskógi á Héraði. Umræða um að nýta betur afurðirnar sem falla til við skógarhögg. Finnland ætlar að tvöfalda notkun sína á viðarkurli fyrir 2020 (úr 6,2 í 13,5 millj m3) til að ná markmiðum Esb um minni nettó-losun GHG. Þyrftu þá WTH á öllum rjóðurfelldum skógum árið 2020. Hver eru áhrifin á frjósemi og vaxtargetu?
WTT (whole tree thinning), WTH (whole tree harvest). Í efsta lagi jarðvegs er alltaf að tapast lífrænt efni úr efsta jarðvegslaginu. Mikil áhrif á nýtanlegan fosfórhringrásina. En skiptir það máli? Sterkari signöl um að við þurfum að passa okkur þegar heil tré eru tekin burt. Engar rannsóknir hafa staðið nægilega lengi yfir til þess að svara spurningum sómasamlega. Mest áhrif virðast vera á köfnunarefni. Vantar að gera rannsóknir við okkar aðstæður. Eigum við að fjarlægja allan standandi lífmassa úr skógum. Nei. Byggjum upp aukna vaxtargetu íslenskra skóga.
14:50 Lárus Heiðarsson m.fl. Skógmælingar með flygildum.
Tilraunasvæði valin á N- og A-landi (4 Norðanlands og 3 austanlands). Leitast við að hafa þau sem fjölbreyttust, mtt trjáfjölda, trjástærða og landgerða.
eBee RTK með hálftíma fluggetu. Ef flugið tekur >1/2 klst kemur dróninn tilbaka og hægt er að skipta um rafhlöður. Myndirnar hnitsettar með 1-3 cm nákvæmni. Flughæð: 250 m, her myndpunktur 7 cm í þvermál.
Enabling Intelligent GMES Services for Carbon and Water Balance Modelling of Norther Forest Ecosystems. Tilgangur verkefnisins er að þróa reiknilíkan fyrir mat á kolefnis- og vatnsbúskap skóga þannig að afla megi allra nauðsynlegra upplýsinga fyrir nákvæma líkanreikninga með gervitunglamyndatöku eingöngu og gera þannig...
4 tilraunasvæði (Hallormsstaður, Finnland, Rússland). Dróni af gerðinn Cryowing Micro X8. Hálftíma fluggeta. Tvær myndavélar. Breytt Canon Powershot S 100 til mæalingar á NDVI (gróðurstuðli). Fjölrása myndavél eða myndaskanni.
15:15 Birgir Örn Smárason: Frá skógi til fiskafóðurs. Nýjar leiðir til framleiðslu fiskafóðurs úr úrgangsstraumum timburverksmiðja.
Yfirleitt ekki fýsilegt að nýta tré (eða aðrar plöntur) beint í fóðurgerð (lágt prótein, mikið af trefjum).
Bakgrunnur: Mikil vöntun á hágæða próteini í fóður. Um helmingur allra vatnalífvera til manneldis ræktaður í eldi. Framleiðsla á fismjöli minnkar og verðið að ná 2000 USD/tonn. Plöntuprótein getur ekki komið beint í stað fiskmjöls.Sjálfbærni er lykilatrið í framboði á sjávarafurðum til framtíðar litið.
Mikilvægt að horfa til annarra uppretta hráefnis.
Markmið; Hanna að fullu og prófa tvö framleiðsluferli (Einfrumuprótein) úr aukaafurð í timbur, próteinmjöl
Nýta sellulósa úr timbri. Niðurbrotssyktur notaðar sem orkugjafi fyrir myglusveppi. Með gerjuninni fæst einfurungur sem nota má við framleiðslu á fisafóðri. Massinn er þurrkaður og blanað við önnur hráefni. Fóðrið hefur verið reynt í tilapíueldi með góður árangri.
Kostir: Nýting aukaafurða úr skógrækt. Einfrumupróteín samanstendur af hraðvaxta líverum (sveppir, bakteríu, þörungar); hröð preintframleiðsla (1 kg á sólarhring).
Tilraunir. Sveppafóðrið kom betur út en hefðbundið fiskfóður.
Hvað með skordýr? Hafa mikið verið til rannsókna sem fóður og fæði undanfarin ár. Matís hóf rannsóknir á svörtu hermannaflugunni 2012. Víur á Vestfjörðum 2014, Fluga í Reykjavík 2016.
Svarta hermannaflugan: úr hitabeltinu, þrífst ekki utandyra á Íslandi, vex hratt, mjög öflug við að brjóta niður lífrænt efni.
Norskur sitkalax? Norðmenn stefna að því að fimmfalda fiskeldisiðnaðinn á næstu 30 árum. Framleiða jafn mikið á dag og við á ári – 3000 tonn. Plöntuafurðir uppistaðan í laxafóðri – aðallega innflutt sojamjöl frá Brasilíu. Ekki endalaust hægt að veiða fisk til þess að fóðra annan fisk.
Kolvetni sem finnast í hliðarstraumum timburverksmiðja. 200-500 þús. tonn af einfurumpróteini. Innihldur sviðað eða hærra prótein eins og soja vörur sem notaðar eru í dag. Í dag er þetta hráefni að mestu notað til framleiðslu á lífgasi – mun minna verðmæti. Fyrri verkefni hafa sýnt að einfrumungar og hryggleysingar sem nút þessa úrgangsstrauma.
Hvernig er hægt að nýta skógarafurir til fóðurgerðar?
Næsta kynslíð fóðurs eða próteins mun kioma úr aukaafurðum (lífrænn úrgangur). Íslenskur skógur getur þar leikið hlutverk.
17/3/16
9:00 Wade Wahrenbrock: Afforestation in Iceland, the use of Alaska tree seed material and Why fish like forests.
Picea sitchensis, P. glauca, P. mariana, P. xlutzii
Thuja plicata
Betula papyrifera
Populus tremuloides, P. balsamifera subsp. balsamifera,
Alaska forest products
· Large scale export
· Small scale local uses
· Whit and Sitka spruce, along with Cedar in SE Alaska
· Typpical tees stocking levels at time of harvest 250-350 stems/ha
· Reforestation tree stocking levels vary from 500-1000 seedlings/ha
· Typically, good natural regeneration on harvesting areas (enough seed fall)
· Problems with competition with Calamagrostis canadensis (blue joint reed grass)
· Reforestation via tree planting
o Grown under contract at commercial nursery (BC & Washington)
o Grown in styroblock cells; cell size used almost alwary 41OB
o Seedling delivery date – hot plug (pl. In fall) vs. cold plug (pl. In spring)
o Site prep. Techniques tried – things learned; grass competition vs. seedling survival rates
o Many different attempts to develop site preparation techniques; machine planting (efficient from planting p.o.v., but poor tree growth)
o Disc trencher works well, but grass competion remains a problem.
o Fecon masticator
o Excavator mounding technique – produces an elevated sites + better nutrient cycling
· Provenance trials (spruce, pine, larch)
o Picea provenance trial – non-local material often did best.
o Pines (P. banksiana, P. contorta, P. sylvestris)
o Larix
Trees and fish
Interaction of fish and forest
If forests are introduced, how will it affect fish stocks.
Trees influence the surge of water & runoff
Fluvial geomorphology
Fish like cover - bank overhangs – more trees, the better.
Aquatic invertebrates are more abundant in streeaams with pool morphology
„Research fins woody debris benefits fish“ – dev‘t of riparian standars.
Forestry.alaska.gov/forestpractices
If we plant trees for fish habitat – where?
· Returning adults need spawning gravel.
9:40 Samson Harðarson: Skjólbelti framtíðar
Meginmarkmið
· Að finna bestu hentugu skjólbeltaplöntur sem völ er á fyrir íslenskar aðstæður.
· Þróa heppilega samsetningu tegunda í uppb. Skjólbelta
· Gera sýni- og tilraunaskjólbelti
· Miðla upplýsingum um tegundir og fyrirkomulag
· Heimasíða: yndisgrodur.lbhi.is
Hlutfall runna í skjólbeltum LHV jókst rétt fyrir hrun en hrundi síðan.
10:10 Halldór Sverrisson: Bíða nýir trjásjúkdómar eftir fari til landsins?
Ralstonia (Pseudomonas) solanacearum – nýr sjúkdómur í tómatarækt (barst til landsins með rósum).
Xylella fatidiosa „ógnar öllum trjám og runnum á Bretlandseyjum“. Hefur gert mikinn usla í ólífutrjáarækt í S-Evrópu. Berst með skordýri (Philanenus spumarius).
Þráðormur í furu (Busaphelenchus xylophilus) barst til Portúgals fyrir nokkrum árum; menn brugðust alltof seint við. Komið víða í furuskóga og berst með Monochamus barkarbjöllum.
Hvaða nýjum sjúkdómum og meindýrum getum við átt von á á næstu áratugum?
Nýir rótarsjúkdómar sem nú dreifast um Evrópu, einkum Phytophtora spp.
Fleiri tegundir ryð- og mjölsveppa.
Fleiri tegundir fúasveppa á trjám, t.d. Heterobasidion.
Nýjar tegundir blaðlúsa (o.fl. skordýra) munu bera með sér veirusjúkdóma og dreifa þeim sem fyrir eru.
Barkarbjöllur gætu náð hér fótfestu.
Phytophtora-ógnin: Á síðustu árum hefur sívaxandi tjón orðið á trjám og runnum í Evrópu og víðar vegna sveppa sem áður voru lítt þekktir eða ekki taldir alvarlegir skaðvaldar.
P. ramorum (alparós, eik, lerki o.fl.) – mesti skaðvaldurinn. Áhyggjur á Norðurlöndum leiða til aukinna rannsókna. Invasive Phytophtora speces SNS-121.
Þindráparinn (Neonectria neomacrospora): Á síðasta ári brást ANR við aðsteðjandi hættu með því að setja nýja reglugerð sem er viðbót við þá gömlu frá 1990. P. ramorum bætt við listann. Lyngrósir má eingöngu flytja inn frá svæðum þar sem sjúkdómurinn er fyrir hendi.
Hvaða ráðstafanir vill skógargeirinn gera í þessum málum?
11:00 Valgerður Jónsdóttir: Gæða- og árangursmat í skógrækt
11:10 Rakel Jónsdóttir og Brynhildur Bjarnadóttir: Áhrif rótarkals á rússalerkiplöntur í uppeldi og eftir gróðursetningu.
Áhrif rótarkals kom fram í minni vexti hjá þeim plöntum sem lifðu af frystingu við -9, -13,5, -15,5 og kól mikið milli ára. Áhrif rótarkals voru enn sýnileg eftir tvö ár. RGC-gildi eru mismunandi eftir tegundum (stf & lerki) og m.a. eftir plöntugerðum (40 og 67-gata).
Helstu niðurstöður og ályktanir
Fróstþol róta var meira í des. En feb. Í Feb skemmdust rætur plantna strax við fr. -9°C. Líklegast vewgna hækkun hita í gróðurhúsi. Mikilvgt að halda hitasti sem næst ö á þessum tíma.
Ef rótarkaldaneru gr.s. má búast við minni ársvexti ef þær eru l´tið skaddaðar, en bæði minni ársvexti og ...
11:35 Brynjar Skúlason: Kynbætt fura (stafafura og skógarfura úr sænskum frægörðum).
Stafafura vex 40% hraðar en skógarfura í Svíþjóð. Kynbætt stf vex 10-20% hraðar en ókynbætt stf í Svíþjóð. Svíþjóð er skipt í sex meginsvæði stafafuru eftir hitasummu. Nákvæmari skipting fyrir skógarfuru. Stf fékkst úr fimm sænskum frægörðum borið saman með fjórum öðrum stafafurukvæmum, fimm sænskum skógarfurufrægörðum og einu finnsku skógarfurukvæmi.
Plönturnar voru framleiddar hjá Sólskógum og plöntugæðin voru fyrirtak. Sáð vorið 2013. Gr.s. vor og sumar 2014. Hæð mæld og lifun metin haust 2014 og 2015. Á frostlentu landi fylgdi lifun breiddargráðu uppruna, bæði hjá stf og skf. Á sumum tilraunastöðum voru afföll engin hjá öllum kvæmum. Á einstaka stað var vöxtur líka almennt góður.
Fyrstu vísbendingar:
Norðlægasta frægarðsefnið af stafafuru sýnir jafn góða lifun og það efni sem löng og góð reynsla er af. Frægarðaefnið af stf virðist hafa meiri vaxtarþrótt en venjulegu kvæmin. Nota Närlinge í frostpolla og Oppala í venjulegt furuland. Getur skógarfura haldið í við stfd á sambærilegu landi?
12:00 Arnlín Óladóttir: Er ofuröspin fundin?
19 klónar; alls 526 plöntur - mismikið af hverjum klón. Tætt, plastað en engin áburðargjöf nema við gróðursetningu. Hæsti klónn er orðinn 207 cm að mt (A-566-4; Víkingur frá Cordova). Heildarlifun er 74%. Lifun fylgir gjarnan vexti, með undantekningum. Klónar frá NA-verðum Kenaiskaga, ásamt klóninum frá McKinley Flats (‚Víkingur‘ – þróttmikill og greinamikill). Verstu klónar eru frá V-Kenaiskaga og Turnagain Arm.
..........................................................................................
13:05 Jóhanna Ólafsdóttir: Langtímaáhrif alaskalúpínu og áburðargjafar á lifun og vöxt birki.
Tilraun sett upp í Þjórsárdal árið 2002. Sex blokkir (3 í lúpínu, 3 á sandi). Ýmsar meðferðir (áburður, áburður í plöntuhnaus, svepprót, glycine betaine).
Markmið og rannsóknaspurningar
Áburður og (eða) lúpína: hvaða áhrif á lifun og vöxt birkisins.
Mælingar 2014: Lifun, hæð allra trjáa, lúpína, úrtakstré (þvermál v. Rótarháls, árssproti 2014 kal). Fyrri mælingar 03, ...
Lifun og meðalhæð: öll tiltæk gögn. Meðallifun 2014: 74%. Besta lifun í lúpínublokk með 80% lifun. Tvöfalt meiri meðalhæð hjá birki í lúpínu en á sandreitum. Innan sandreita eru trén hærri ef lúpína er nærri rótum. Áburður hafði jákvæð áhrif á lifun í sandreitum, en engin áhrif í lúpínu.
Lúpínan hefur jákvæð áhrif á hæðarvöxt. Meðalársvöxtur í sandreitum 2014: án lúpínu 11 cm, með lúpínu 21 cm. Mismikil dreifing milli reita. Sandreitir 4-43%; lúpínureitir 67-98%.
Áburður í plöntuhnaus. Betri lifun í sandreitum. Betri vöxtur í lúpínureitum. Fimm korn í plöntuhnaus er nægjanlegt nesti. 1:60. 170 g í stað 10 kg fyrir 1000 plöntur. Sparnaður í vinnu og kostnaði.
Innan sandreita: er hægt að bæta lifun með nesti og innan lúpínureita eyskt hæðarvöxtur, bæði með lúpínu og áburði.
13:30 Benjamin Dippo: From a deserted farm to a bountiful breadbasket.
Flutti til Íslands 2010. First study of microplastics along the coast of Iceland.
The Bakki project. Try to develop a place where vistors come to realize a living thring future of connectedness, renewed balance, realization and celebration of life.
Achieved through forestry, workshops, farming, research.
Forestry ambitions.
• Use tree planting as a way for ind‘ls to reconnect with nature
• Promote a deversification of natural habitats and recreational opportunities.
• Provide a foundation for soil development and conservation efforts
• Design forested landscape for nontimber resource products.
• Incorporate Agro-forestry designs into a holistic land use mgt plant (Betra Bú)
• Design shelterbelts to create beneficial microclimates for agricultural activities.
Improving habitat for wildlife. Non-timber resources e.g. mushrooms. Recreation (roads and trails; biking, hiking, crosscountry skiing). Shelterbelts for improved agroforestry and to prevent structural damage to buildings. Designing a landscape with a agroforestry purpose. Create an interesting agroforestry project that can be used to inspire the youth to stay on the farm. Forestry in an important element in building up this idea. Multi-use structure – greenhouse and classroom – plant nursery.
Overall goal: design property as a place where people can come together, discuss, inspire each other and share knowledge.
13:50 Aðalheiður Atladóttir: Viður í byggingar framtíðar.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ. 2010 fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni. Lerki (ómeðhöndlað) varð fyrir valinu sem utanhússklæðning, til þess að draga úr viðhaldskostnaði. Ákveðið var að mála það með vatnsþynnanlegum „lasúr“. Líftími áætlaður 65 ár. Veðrun getur tekið um fimm ár. Húsið klætt að innan með furu.
MZH Mastbrook (rétt hjá Kiel) fyrstu verðlaun í opinni samkeppni um félagsmiðstöð og íþróttahöll. Mikil fjölmenning og mikil fátækt – tilraun til þess að „lyfta upp“ byggðinni. Til þess að hafa bygginguna „létta“ var ákveðið að klæða hana að innan með viði.
Stykkishólmur. Allt endurnýjað að innan (með aski). Á efri hæðum: málaður panill. Allt hannað frá grunni.
Dæmi um timburhús í Þýskalandi og Noregi. Margra hæða hús úr timbri. Fjölbýlishús í Berlín og Hamborg, úr timbri. KHÍ reiturinn við Bólstaðarhlíð í Reykjavík: 4 hæða timburbygging.
14:15: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir: Framtíðarverkefni skógarbænda.