Doddi að verki
Nú stendur yfir tiltekt í Skorradalnum og um leið farið yfir gamalt viðarefni og tekið frá það sem nýtast kynni í Byko-samstarfi.

Fínarar? í  Skógarkoti
Fínarar sem dvalið hafa í Skógarkoti í fyrsta skipti lýsa undrun sinni og ánægju með staðinn þó sumir hafi hitt fyrir mýs frá fyrri dvalargestum.

Af refum, hröfnum og öðrum fuglum
Glöggt auga skógarvarðarins fyrir lífinu í náttúrunni segir að allt sé með eðlilegum hætti, hrafninn sestur upp og komin vök á Hreðavatnið sem fer stækkandi. Rebbi hefur ekki sést um stund og endurnar því rólegar og kátar.

Grænni skógar

Mikið japl, jamm og fuður hefur verið í gangi um það hvort setja eigi af stað fræðsluverkefnið ?Grænni skóga? á Vesturlandi. Þar togast á Bændaskólinn og Garðyrkjuskólinn um hvor eignist skegg keisarans í fræðslunni og Vesturlandsskógar og Félags skógareigenda á Vesturlandi reyna að fóta sig í graut.