(mynd: Hreinn Óskarsson)
(mynd: Hreinn Óskarsson)

Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, miðvikudaginn 29. febrúar kl. 20:00. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf auk þess að ný göngukort um Þórsmerkursvæðið verða kynnt ásamt kynningu á starfi félagsins við viðhald gönguleiða.

Allt áhugafólk um velferð Þórsmerkursvæðisins er velkomið og eru nýjir félagar velkomnir.

Vinir Þórsmerkur voru stofnaðir af ferðaþjónustuaðilum sem hafa starfsemi í Þórsmörk; Ferðafélagi Íslands, Ferðafélaginu Útivist, Farfuglum og Kynnisferðum, auk Rangárþings Eystra og Skógrækt ríkisins. Megin ástæða stofnunar félagins var að stofna félagsskap sem sameinaði þessa aðila til að standa saman að ýmsum framfaramálum á svæðinu sér í lagi í tengslum við náttúruvernd.

Mynd: Hreinn Óskarsson