jon_loftsson_norska_sjonvarpid
jon_loftsson_norska_sjonvarpid

Í lok ágúst fór hópur frá Skógrækt ríkisins í kynnisferð um Noreg, eins og við sögðum frá hér á vefsíðunni fyrir skömmu. Á ferðalaginu tók norska ríkissjónvarpið stutt viðtal við Jón Loftsson, skógræktarstjóra.

Horfa á viðtalið.

Fyrir þá sem eru síður sleipir í norskun má hér að neðan sjá lauslega þýðingu á viðtalinu:

 

Fréttamaður:

Skógur svo langt sem augað eygir. Skógurinn hefur og er mjög mikilvæg auðlind fyrir Noreg sem þjóð. Eftir stríð hefur norska skógarauðlindin verið mikilvæg fyrir nágranna okkar í vestri.

 

Jón Loftsson:

Í fjárhagsvanda íslensku þjóðarinnar hafa menn uppgötvað nýja auðlind sem skiptir máli.

 

Fréttamaður:

Fjármálakrísan og helmingun á verðmæti íslensku krónunar hefur takmarkað innflutning á timbri. En rétt eftir síðari heimstyrjöld var farið að gróðursetja skóg á Íslandi. Skógurinn skiptir nú máli.

 

Jón Loftsson:

Til dæmis til framleiðslu á sagflís/kurli vegna ræktunar kjúklinga, svína og fyrir ferosilisium-verksmiðjur sem frekar vilja ferskan íslenskan við heldur en koks eða kol í sína framleiðslu, sem þeir hafa notað til þessa.

 

Fréttamaður:

Í síðustu viku komu í heimsókn til Helgeland/Hálogalands 12 starfsmenn Skógræktar ríkisins á Íslandi til að kynna sér skógrækt og skógarumhverfi.

 

Jón Loftsson:

Það finnst ekkert land í vestur Evrópu sem er jafn illa farið af völdum mannsins. Við þurfum alla leið til Sahara til að finna sambærilega gróðureyðingu.

 

Fréttamaður:

Fyrir um það bil 1000 árum var um 30% Íslands skógi vaxið. Á 200 árum var skógurinn að mestu leyti horfinn og  maðurinn og ofbeit húdýra hafði eyðilagt gróðurhuluna sem þá var eftir fyrir nýjar plöntur en rétt eftir síðari heimstyrjöld var byrjað að gróðursetja skóg á Íslandi. Til að þakka fyrir aðstoðina í seinni heimstyrjöldinni gaf Noregur  fjármagn árið 1967 til að reisa rannsóknarstöð í skógrækt á Íslandi.

 

Jón Loftsson:

Nú kunnum við aðferðina til að rækta upp eyðimörkina og þar kemur skógurinn inn, hugsanlega ekki alveg í byrjun en mjög fljótlega til að skapa sjálfbæra, varanlega auðlind.