Í ofsaroki í febrúar síðastliðnum tættist plastgróðurhús á Mógilsá í sundur og gereyðilagðist.  Á myndinni má sjá hvernig leifar húsins hafa endað í einni flækju upp í tré og ofan í skurð.   Oft hefur plastið af þessu húsi eyðilagst, en þá stóð grunnurinn af sér átökin.  Nú heyrir húsið sögunni til. 

Fyrir tveimur árum eyðilagðist mun stærra og sterkara plastgróðurhús þegar það lagðist saman undan snjóþunga.