(Mynd: Brynjar Skúlason)
(Mynd: Brynjar Skúlason)

Fagráðstefna skógræktar tókst í alla staði mjög vel og var hlaðin fróðleik frá upphafi til enda. Það kom greinilega fram í inngangserindi ráðstefnunnar að tegunda- og kvæmarannsóknir hafa verið þungamiðjan í íslenskum skógræktarrannsóknum alla tíð. Kynntar voru niðurstöður kvæmarannsókna í sitkagreni, stafafuru skógarfuru, fjallaþin, lerki og klónatilraunir með alaskaösp. Það sem brýnast er framundan eru kynbætur á þeim efnivið sem þegar hefur verið fluttur til landsins með úrvali, afkvæmaprófunum og fræframleiðslu á því besta erfðaefni sem völ er á hverju sinni. Nokkur vistfræði- og ræktunarverkefni vour kynnt á ráðstefnunni, aðferðir til að bæta gæði jólatrjáa og fjölmörg veggspjöld. Fyrirlestrarnir verða aðgengilegir á ráðstefnuvef skógræktarinnar innan skamms og í sumar verður gefið út Mógilsárrit þar sem bæði efni fyrirlestra og veggspjalda verður gert betur skil í máli og myndum. Farið var í vettvangsferð uppí greniskóginn ofanvið Húsavík í fullkomnu skjóli. Að sjálfsögðu var hitað kaffi að skógarmannasið og lagið tekið. 

Fagradstefna-2012-6

Fagradstefna-2012-5

Fagradstefna-2012-2

Fagradstefna-2012-1

Myndir og texti: Brynjar Skúlason