Ástin vex á trjánum, segja Margrét Blöndal og Felix Bergsson á Rás 2

„Ástin vex á trjánum,“ fullyrti skáldið og í framhaldi af því spurðu Bergsson og Blöndal í þætti sínum laugardaginn 24. maí: Hvað vex fleira á íslenskum trjám og hvað þarf mörg tré til að búa til einn skóg? Hlustendur völdu fallegustu skóga landsins og varð Vaglaskógur hlutskarpastur.

Hér fyrir neðan er topp 10 listinn yfir fallegustu skóga landsins samkvæmt vali hlustenda þáttarins. Skilgreiningin á skógi er að sjálfsögðu nokkuð loðin en algengt er að nota þá viðmiðun að skógur þurfi að vera a.m.k. einn hektari og á þeim hektara þurfi trjáþekjan að vera ekki minni en 30% af trjám sem eru tveir metrar á hæð eða hærri. En svo má spyrja, ef við gróðursetjum nokkur þúsund skógarplöntur, erum við þá ekki komin með skóg? Eða þurfum við að bíða í áratug eftir að trén séu orðin tveir metrar til að geta talað um skóginn okkar? Önnur skilgreining sem algengt er að nota, til dæmis þegar ákveða þarf hvort fella má skóg eða ekki, er að skógarþekja sé tíu prósent og þá er miðað við svæði sem er hálfur hektari eða stærra. En þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um tilfinningu hvers og eins, hvað manni finnst vera skógur og hvað ekki. Sama má segja um það hvaða skógur er fallegastur. Það er spurning um smekk el líka svo margt annað.

  1. Vaglaskógur 

  2. Hallormsstaðaskógur 

  3. Reykjavíkurskógur
       Elliðaárdalur  
       Reykjavík – (Höfuðborgarsvæðið)
       Hálsaskógur í Reykjavík
       Svartiskógur í Reykjavík
       Klambratún

  4. Haukadalsskógur

  5. Bæjarstaðaskógur við Skaftafell

  6. Kjarnaskógur

  7. Núpsstaðaskógur  

  8. Tunguskógur 

  9. Skrúður á Núpi 

  10. Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn

Smellið hér til að hlusta á þáttinn Bergsson og Blöndal frá 24. maí 2014.

VaglaskógurVaglaskógur