Á síðustu árum hefur fjölgað mjög þeim sem fást við skógrækt hér á landi. Flatarmál skóga vex og gert er ráð fyrir að um 5% af flatarmáli lands undir 400 m.h. verði skógi vaxið á þessari öld. Nú stunda um 800 landeigendur ríkisstyrkta skógrækt á sínum jörðum og flest þéttbýlissveitarfélög planta skógi til yndis og útivistar á ytri byggðamörkum. Einnig  stunda þúsundir einstaklinga skógrækt á frístundahúsalóðum um land allt.

Sveitarstjórnir sem fara með skipulagsábyrgð hafa stundum átt í nokkrum erfiðleikum með að fjalla um skógræk í svæðis- aðal- og deiliskipulagi sveitarfélaga sinna og samræma hana annarri landnýtingu í sveitarfélaginu. Tilgangur þessara leiðbeininga, sem eru unnar af  Skógrækt ríkisins og Skipulagsstofnun er að auðvelda skipulags- og bygginganefndum sveitarfélaga að taka tillit til þeirra laga og reglugerða sem varða skógrækt í skipulagsáætlunum og við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Leiðbeiningarnar ættu einnig að nýtast skipulagsráðgjöfum, skógræktendum og landshlutaverkefnum í skógrækt við gerð skógræktaráætlanna.

Þeir sem óska eftir að fá leiðbeiningarnar sendar, vinsamlega hafið samband við

Skógrækt ríkisins,  Gömlu Gróðrarstöðinni, Krókeyri, 600 Akureyri eða sendið tölvupóst.

Á heimasíðu Skógræktar ríkisins má nálgast netútgáfu.