Á dagskrá Fagráðstefnu er m.a. ferð að Mógilsá. Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir.
Á dagskrá Fagráðstefnu er m.a. ferð að Mógilsá. Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir.

Út er komið nýtt tölublað af Riti Mógilsár. Tölublað þetta er samansafn greina af Fagráðstefnu skógræktar sem haldin var á Hallormsstað í mars sl. Að ráðstefnunni lokinni gafst höfundum fyrirlestra og veggspjalda kostur á að skrifa grein um umfjöllunarefni sitt til birtingar í Riti Mógilsár og birtist afraksturinn hér.

Í blaðinu eru 15 greinar af ýmsum toga. Þar má m.a. lesa um hagræn áhrif skógræktar í grein eftir Lilju Magnúsdóttur (bls. 75), skógræktargagnagrunn í grein eftir Björn Traustason (bls. 37) og um áhrif umhirðu á ræktaða skóga á Íslandi í grein eftir Arnór Snorrason (bls. 11), auk fjölda annarra greina.

Blaðið er hægt að nálgast ókeypis rafrænt hér á vef Skógræktar ríkisins. Þeir sem hafa áhuga á að fá sent prentað eintak af blaðinu geta haft samband við Eddu S. Oddsdóttur (edda@skogur.is). Prentað eintak kostar 1.500 kr.

 

Texti: Edda S. Oddsdóttir
Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir