Á dagskrá Fagráðstefnu er m.a. ferð að Mógilsá. Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir.
Á dagskrá Fagráðstefnu er m.a. ferð að Mógilsá. Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir.

Út er komið nýtt, fjölbreytt og veglegt hefti Rits Mógilsár. Í því eru 16 greinar skrifaðar um efni fyrirlestra af Fagráðstefnu skógræktar 2012. Skipuleggjendur ráðstefnunnar voru Norðurlandsskógar, Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands, Skógræktarfélag Íslands, Landssamtök skógareigenda og Skógfræðingafélag Íslands. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni var Tegundir, kvæmi og klónar í íslenskri skógrækt en að venju voru einnig erindi almenn eðlis.

Ritið er ókeypis og má nálgast á rafrænu formi hér á skogur.is Þeir sem hafa áhuga á að fá prentað eintak sent til sín hafi samband við Eddu S. Oddsdóttir (edda@skogur.is / 892-4503).

Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir