Í gær, fimmtudaginn 19. nóvember, heimsótti Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, þjóðskóginn í Þjórsárdal ásamt fríðu föruneyti. Með í för voru Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri, Guðmundur Hörður Guðmundsson, upplýsingarfulltrúi og Skúli Oddsson, ráðherrabílstjóra. Heimsóknin var hluti af heimsókn ráðherra um Hekluskóga. Var verkefnisstjóri og stjórn Hekluskóga með í för og var hluti starfssvæðis Hekluskóga í Þjórsárdal, Hafi og Árskógum skoðaður. Fékk hópurinn því ágæta mynd af því hversu mikilvægt er að græða landið og endurheimta birkiskóga enda stöðva slíkar aðgerðir vikurfok varanlega.

Ráðherra skoðaði nýjan stíg fyrir hreyfihamlaða í sem liggur yfir Sandá á nýrri göngubrú og inn í skóginn á svokallaðar Selfitar. Þar hefur verið reist bálskýli og nýtt salernishús og miðar öll hönnun mannvirkja við að hreyfihamlaðir geti nýtt sér aðstöðuna. Tóku Hreinn Óskarsson, skógarvörður og Jóhannes H. Sigurðsson, aðstoðarskógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi á móti hópnum með ketilkaffi og meðlæti.

Sjá nánar á www.hekluskogar.is

frett_20112009(2)

frett_20112009(1)

Texti: Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi