Út eru komin tvö Rit Mógilsár. Eru þetta rit nr 11 og 12 í ritröðinni. Fyrra ritið er samantekt á lokaverkefni Lárusar Heiðarssonar og heitir Hæðarvaxtarföll fyrir rússalerki (L.sukaczewii Dylis) á Fljótsdalshéraði. Síðara ritið fjallar um vöxt og útbreiðslu blæaspar í Egilsstaðaskógi og eru höfundar Lárus Heiðarsson og Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóri. Bæði ritin eru fáanleg á skrifstofu Mógilsár eða á heimasíðu Mógilsár í pdf formi.