Föstudaginn 15. apríl sl. skrifaði stjórn Minningarsjóðs Hjálmars R. Bárðarsonar undir samninga við þá tvo aðila sem hlutu úthlutun úr sjóðnum í ár.

Halldór Sverrisson, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands, hlaut styrk upp á 2,04 milljónir vegna verkefnisins Skordýrabeit í landgræðsluskógum og lúpínubreiðum.

Ása L. Aradóttir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands hlaut styrk upp á 1,96 milljónir vegna verkefnisins Áhrif lúpínu á endurheimt birkivistkerfa.