Trjásafnið í Mörkinni á Hallormsstað er einn af eftirsóttum ferðamannastöðum á Héraði. Ýmislegt hefur verið gert þar til að gera svæðið aðgengilegt fyrir almening. Nú í sumar kom í gagnið  nýtt bílastæði við safnið  með bundnu slitlagi. Þar var einnig komið fyrir upplýsingaskilti í samvinnu við Vegagerð ríkisins. Þar eru á korti allar merktar gönguleiðir um skóginn og ýmis fróðleikur um svæðið.

Nú í haust var endunýjuð göngubrú að minnisvarða um Þorstein Valdimarsson skáld í safninu. Brúin var hönnuð og smíðuð af Baldri Jónssyni og Bjarka Sigurðssyni starfsmönnu Skógræktarinnar á Hallormsstað, Efniviðurinn var grisjaður úr lundi af rússalerki sem gróðursettur var í skóginn 1957.


Alltaf bætast nýjar tegundir í safnið, því í haust var gróðursett nokkur eintök af : hjartartré- Cercidipyllum japonicum, koparbjörk- Betula albosinensis, reyniviðartegund- Sorbus vilmorinii, Snælenja- Notofagur antartica.

Næsta sumar verður komið fyrir salernisaðstöðu við innkomuna í trjásafnið.