Mynd: Pixhere.com
Mynd: Pixhere.com

Á ráðstefnu sem haldin verður að Reykjum Ölfusi 22. ágúst verður fjallað um öryggismál og eftirlit með trjáklifri, helstu sjúkdóma á trjám, líffræði trjáa og fagmenn sýna trjáklifur. Ráðstefnan er öllum opin endurgjaldslaust en nauðsynlegt er að skrá sig til þáttöku.

Rætt verður um þörfina á því að þjálfa og mennta fólk til að vinna við trjáklifur á Íslandi. Nauðsynlegt er að hér sé til þjálfað fagfólk sem getur með öruggum hætti klifrað í trjám og unnið að snyrtingu þeirra eða fellingu. Einnig verður fjallað um innihald nýrrar námskrár fyrir trjáfræðinga (arborista) sem LbhÍ að Reykjum stefnir á að hefja kennslu eftir árið 2020. Að ráðstefnunni og umræðum loknum munu nemendur sem tóku þátt í Erasmus+ verkefninu Safe Climbing sýna nokkrar algengar aðferðir við klifur.

Dagskrá

13.15 Setning
13.20 Kynning á Erasmus+ verkefninu Safe Climbing og nýrri námsskrá fyrir Trjáfræði (Arborist)  – Ágústa Erlingsdóttir
13.45 Öryggismál og eftirlit með trjáklifri – Hannes Snorrason
14.00 Helstu sjúkdómar í trjám á Íslandi – Halldór Sverrisson

14.20 Kaffi

14.35 Líffræði trjáa og helstu tegundahópar – Guðríður Helgadóttir
14.55 Stutt kaffi fyrir sýningu á trjáklifri
15.05 Sýning á trjáklifri á útisvæðum skólans – Orri Freyr Finnbogason, Benedikt Örvar Smárason og Bjarki Sigurðsson

Tími: Fim. 22. ágúst kl. 13.15-16 hjá LbhÍ á Reykjum Ölfusi
Verð: Frítt inn – en nauðsynlegt er að skrá sig!

Skráning