Sumarhúsið og garðurinn boðar til ráðstefnu í tilefni útgáfu bókanna Lauftré á Íslandi og Barrtré á Íslandi, þann 27. september 2007 í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, Reykjavík.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Grasagarð Reykjavíkur og er helguð trjám og umhverfisáhrifum þeirra. Heiðursgestur og aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Dr. Hugh McAllister, grasafræðingur í Nessgrasagarðnum í  iverpool og höfundur bókarinnar The Genus Sorbus, Mountain ash and other rowans. Á ráðstefnunni mun McAllister segja frá Ness grasagarðinum og halda erindi um grasafræðilega greiningu reynisættkvíslarinnar. Íslenskir fagmenn fjalla um fjölbreytileika trjágróðurs á Íslandi og efnilegar   tjátegundir, bæði þær sem reynast vel og þær sem eru vannýttar. Einnig um nýja möguleika samhliða hlýnun og um fegurðina í trjánum, sjónræn áhrif þeirra og samspil trjágróðurs og bygginga í borgarsamfélaginu.

Auk Dr. Hugh McAllister flytja erindi á ráðstefnunni þau, Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur og Þórarinn
Benediktz, skógfræðingur aðalhöfundar bókanna Lauftré og Barrtré á Íslandi. Sérfræðingar Grasagarðs
Reykjavíkur þau Hjörtur Þorbergsson safnstjóri og Ingunn Óskarsdóttir, garðyrkjufræðingur sem fjalla um vænlegar tegundir í garðinum. Gunnar Bergmann Stefánsson arkitekt hjá Eon arkitektum fjallar um samspil bygginga og trjágróðurs, Páll Líndal, líffræðingur, sem nú stundar masternám í umhverfissálarfæði í Sidney, Ástralíu flytur erindi sem hann kallar „Bakkað á tré á Skólavörðustíg” en erindi hans fjallar um umhverfisáhrif gróðurs. Margrét Backman, landslagsarkitekt og Inga Helga Sveindóttir, Bsc í umhverfiskipulagi fjalla um gróður við stofnanir og hvernig má nota hann til að fríkka og betrumbæta ásýnd þeirra og umhverfisáhrif hans á menn.

Skráning og frekari upplýsingar um ráðstefnuna er á www.rit.is og hjá Hildi Örnu Gunnarsdóttur hildur@rit.is, hjá Sumarhúsinu og garðinum, sími 586 8005. Ráðstefnugjald er kr 15.600.
Innifalið er ráðstefnugögn, morgunkaffi, léttur hádegisverður og síðdegishressing.