Um helgina var margt að gerast á vormarkaði Skógræktarfélag Reykjavíkur við Elliðavatn. Margir tréhandverksmenn sýndu og seldu afurðir sínar, Fuglavernd bauð fólki í fuglaskoðun og félagið seldi skógarafurðir, við og plöntur. Nemendur í Norðlingaskóla seldu varning til ágóða fyrir ferðasjóð útskriftarnemenda. Skógræktarfélagið sá um veitingar og seldi kaffi, kerfilbrauð og dýrindis gulrótarsúpu. Félag trérennismiða var á staðnum og var félagið kynnt og afurðir einstakra félagsmanna. Úlli, Reynir, Karl Helgi o.fl. voru á staðnum að venju og sýndu vinnu úti við rennibekkinn. Litla hjólhýsið sem á stendur „Við rennum við" nota þeir til að ferðast um landið og kynna félagið og lista vel gerða trémuni sína.

Það vekur athygli að þeim fjölgar sem framleiða tálgaða muni og dæmi er um að trérennismiðir hafi í vaxandi mæli snúið sér að þeirri iðju, ýmist alfarið eða með rennismíðinni. Lesið í skóginn var á staðnum og kynnti tálgunámskeiðin og voru nokkrir sem skráðu sig. Sífellt fleiri foreldrar og börn óska eftir því að læra að tálga saman.

frett_10052010_1

frett_10052010_2

frett_10052010_3


Texti og myndir: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins