(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)
(mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Þátturinn Tilraunaglasið á Rás 1 var í lok síðustu viku helgaður rannsóknum á trjám og skógi.

Rætt var við Arnór Snorrason, skógfræðing á Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá, um verkefnið Íslenska skógarúttekt sem felst í því að meta umfang íslenskra skóga. Í þættinum var líka talað við Guðna Þorstein Arnþórsson, aðstoðarskógarvörð á Vöglum í Fnjóskadal, og Þröst Eysteinsson, sviðstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, um kynbætur á lerki sem fara fram á Vöglum.
Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir