Skógræktarráðgjafa vantar nú til starfa á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi. Þessar þrjár stöður eru nú auglýstar lausar til umsóknar á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til 15. mars.

Skógræktin leitar að öflugu starfsfólki til að vinna að uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi, vernd og friðun skóga og til að efla hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu skóga. Starfstöðvar ráðgjafanna sem nú er auglýst eftir verða í Hvammi Skorradal, á Akureyri og á Egilsstöðum.

Skannaðu kóðannHlutverk og markmið:

  • Áætlanagerð og ráðgjöf
    • Grunnkortlagning, gerð ræktunar- og umhirðuáætlana, kennsla á grunnnámskeiðum fyrir skógarbændur
  • Gæðaúttektir og árangursmat framkvæmda
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Háskólagráða í skógfræði er nauðsynleg
  • Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynlegt
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Færni í að koma frá sér upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku er nauðsynleg
  • Færni í notkun Office-hugbúnaðar er nauðsynleg
  • Færni í notkun ArcGis-hugbúnaðar er æskileg
  • Reynsla af verkefnastjórn, ráðgjöf og áætlanagerð er æskileg
  • Þekking og reynsla af skógrækt er æskileg
  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst 

Umsóknarfrestur er til 15. mars

Nánari upplýsingar er að finna á atvinnusíðunni á vef Skógræktarinnar, skogur.is/atvinna.

Nánar