Fræðslufundi skógarfólks, sem halda átti að Laugum í Sælingsdal á undan ráðstefnunni Samspil milli skógarþekju og lífs í ám og vötnum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs og óvissu um flug og færð á landinu í dag, miðvikudaginn 14. janúar. Áður auglýst ráðstefna verður eftir sem áður haldin dagana 15.-16. janúar.

Maðurinn á myndinni: Tumi Traustason, einn fyrirlesaranna, við rannsóknir í Alaska

Þrír þeirra fyrirlestra sem halda átti á fræðslufundinum verða þess í stað haldnir síðla dags á miðvikudag, á Rannsóknastöðinni á Mógilsá í Kollafirði. Eftirfarandi erindi verða flutt:

kl. 15:00-15:40 Eva Ritter, skógvistfræðingur og jarðefnafræðingur, Center for Skov, Landskab og Planlægning í Hørsholm í Danmörku: The effect of gap formation on biogeochemical processes studied in managed and semi-natural forest ecoystems [Áhrif rofs skógarþekju á jarðefnafræði skógarvistkerfa]

kl. 15:40-16:20 Bernd Möller, lektor í þróunar- og skipulagsfræðum við háskólann í Álaborg: Spatial cost-supply analysis of biomass production  [Notkun landfræðilegra upplýsingakerfa við hagkvæma nýtingu lífmassa til orkuvinnslu]

kl. 16:20-17:00  Tumi Traustason, doktorsnemi í skógvistfræði við háskólann í Fairbanks í Alaska Skógarmörk og loftlsagsbreytingar í Alaska

Allir velkomnir!