Hér má sjá samband einstakra svara allra um hversu vel þeir þekkja til Skógræktarinnar (x-ás) og við…
Hér má sjá samband einstakra svara allra um hversu vel þeir þekkja til Skógræktarinnar (x-ás) og viðhorfs þeirra til stofnunarinnar (y-ás). Stærð hringflatanna speglar fjölda svara. Appelsínugulu fletirnir sýna svör þeirra sem gáfu stofnuninni jafnhátt í þekkingu og viðhorfi en þeir grænu þá sem gáfu hærri einkunn á viðhorfi en þekkingu. Rauðu fletirnir spegla á sem gáfu hærri einkunn á þekkingu en viðhorfi. Merki Skógræktarinnar er þar sem meðalþekking og meðalviðhorf birtist.

Bæta þarf þekkingu þjóðarinnar á stofnuninni

Skógræktin er meðal þeirra stofnana sem þjóðin virðist jákvæðust fyrir af ríflega þrjátíu stofnunum sem spurt var um í nýrri könnun Maskínu. Rúm 70 prósent að­spurðra kváðust jákvæð út í stofnunina og var ekki marktækur munur milli kynja. Jákvæðni eykst í takt við bæði hækkandi aldur og hækkandi laun. Aðeins 30% aðspurðra sögðust þekkja vel til Skóg­ræktarinnar.

Gild svör bárust frá 834 sem könnunin var lögð fyrir. Greinilegt er á könnuninni að við­horf fólks verður jákvæðara með hækk­andi aldri. Tæp fimmtíu prósent yngri en 25 ára kváðust jákvæð út í Skógræktina en ríflega 80 prósent 55 ára og eldri. Ekki er mark­tækur munur á viðhorfinu eftir búsetu fólks en ef litið er til tekna kemur í ljós að við­horfið er jákvæðara eftir því sem fólk hefur hærri laun. Sextíu prósent ólks  með laun undir 400 þúsund krónum á mánuði segjast jákvæð út í Skógræktina en þrír fjórðu fólks með hærri mánaðarlaun en 550 þúsund. Sömuleiðis eykst fjöldi jákvæðra eftir því sem menntun svarenda er meiri.

Minnihluti þekkir vel til stofnunarinnar

Þegar spurt er hversu vel fólk þekkir til Skógræktarinnar kemur í ljós að einungis tæp þrjátíu prósent aðspurðra segj­ast þekkja vel til stofnunarinnar. 44 prósent segjast þekkja í meðallagi vel til hennar en fjórðungur illa. Samhengi er milli jákvæðs viðhorfs og góðrar þekkingar á stofnuninni. Af þessu má ráða að gera megi betur í kynningu á stofnun­inni og verkefnum hennar.

Sambærileg könnun var gerð á viðhorfi fólks til Skógræktar ríkisins á síðasta ári. Viðhorfið til Skógræktarinnar nú er áþekkt þeim viðhorfum sem birtust í þeirri könnun.

Könnunina gerði Maskína fyrir Skógræktina. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Spurt var um rúmlega 30 stofnanir og voru kannanir lagðar fyrir á netinu á tíma­bilinu 21. febrúar til 22. mars 2017. Spurt var um Skógræktina dagana 24. febrúar til 7. mars 2017. Svarendur eru af báðum kynjum á aldrinum 18-75 ára og af öllu landinu. Send var áminning þrisvar sinnum á þá sem ekki höfðu svarað. Svarendurvoru 888 og voru gögnin vigtuð meðtilliti til kyns, aldurs og búsetu ísamræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá. Við vigtun gagna getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.

Texti: Pétur Halldórsson