Það er beinlínis lífsspursmál fyrir Ísland að rækta skóga á ný ... en fólkinu er meinilla við skógræktina

Carl Vilhelm Prytz (1857-1928) 

Ísland í dönskum blöðum – Ísland að blása upp

 

Í dansk-íslenska félaginu í Kaupmannahöfn flutti hinn alþekti skógarfræðingur, prófessor Prytz, nýlega fyrirlestur um íslensku skógana. Sagði hann söguna frá byrjun, hvernig landið hafi víða verið skógi vaxið á landnámstíð, en nú séu trén horfin og landið bert. Skógarnir séu höggnir, brendir eða eyðilagðir af fénaði.

Skógleysið kvað hann þess valdandi, að landið sé víða að blása upp, moldin fjúki út í haf en eftir verði eintómt grjót.

„Það er beinlínis lífsspursmál fyrir Ísland að rækta skóg á ný, sagði prófessor Prytz. Gat hnn síðan um, að skógrækt hafi verið hafin á íslandi fyrir nokkrum árum, aðallega fyrir tilstilli kapteins Ryders, „en“, sagði hann, „fólkinu er meinilla við skógræktina, sem ýmist tekur frá þeim oft góð beitilönd og af því að skógurinn „steli“ ullinni af fénu.“

Fjöldi ljósmynda var sýndur fyrirlestrinum til skýringar.

Erindið þótti hið fróðlegasta.

(Morgunblaðið, laugardaginn 20. mars 1920)