Textílsetur Íslands og Skógrækt ríkisins bjóða í sumar upp á námskeiðið Tálgað í ferskan við. Námskeiðið er byggt  á námskeiðunum Lesið í skóginn og tálgað í tré. Gestakennari verður Ólafur Oddsson frá Skógrækt Ríksins.

Námskeiðið er 35 kennslustundir. Kennt verður frá kl.10:00 laugardaginn 27.júní til kl.12:00 miðvikudaginn 1. júlí. Verð er 44.500 kr. Innifalið í námskeiðsverði er: kennsla, hádegisverður og kaffi laugard.-þriðjud., hátíðarkvöldverður sunnudag og allar leiðsagnir. Leiðsagnir verða um Gunnfríðarstaðarskóg, Kvennaskólann, Heimilisiðnaðarsafnið, Þingeyrakirkju og heimsókn í Ullarþvottastöðina.

Kennd verður grunntálgun og meðferð áhalda (t.d. brýnun hnífa). Tálgað verður úr ferskum viði og kynnt verður mismunandi efnisnotkun og eiginleikar einstakra trjátegunda.  Gunnfríðarstaðarskógur verður sóttur heim, nemendum kennt að velja efnivið til að vinna úr án þess að skaða skóginn. Verkefni verða m.a. smjörhnífur, skefting smááhalda, snagar, salatsett, fuglar og aðrir smáhlutir auk litunar og frágangs.

Stálpuð börn eru velkomin í umsjá foreldra. Nemendur taki með sér tálguhnífa en þeir verða einnig til sölu á staðnum.Námskeiðið er tilvalið fyrir sumarbústaðaeigendur og útivistarfólk sem áhuga hefur á því að nýta hráefni úr náttúrunni.


Frekari upplýsingar á vefsíðu Textílssetursins.