(Mynd: Ólafur Oddsson)
(Mynd: Ólafur Oddsson)

Um helgina fór fram námskeið á Akureyri á vegum Lesið í skóginn í samvinnu við Handverkshúsið á Akureyri. Námskeiðið var fullbókað og voru þátttakendur frá átta ára og nokkuð upp eftir aldursstiganum. Sumir höfðu sótt slíkt námskeið áður og önnur á sviði viðarnytja en vildu rifja upp tæknina í von um að komast af stað í framleiðslu á nytjagripum, skrautmunum og eða gjafavöru.
Unnið var með ferskar viðarafurðir og farið í gegnum tálgutæknina og skógarnytjar með skógarhirðu. Töluverð umræða fór fram meðal þátttekenda um nýjar áherslu og verkefni, hvernig þau gætu skilað arði til tálgara með skemmtilegri útfærslu og hagkvæmni í hönnun og framleiðslu.

Það kæmi ekki á óvart að sjá nokkra í hópnum á bak við sýningarborð á handverkssýningunni Hrafnagili í framtíðinni með fallega gripi, segir Ólafur Odddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og leiðbeinandinn á námskeiðinu.


Mynd og texti: Ólafur Oddsson