(mynd: Hreinn Óskarsson)
(mynd: Hreinn Óskarsson)

Félagsfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi 7. apríl

Skipulag skógræktar, réttindi landeigenda og fleiri hagsmunamál skógareigenda verða rædd á fundi sem Félag skógareigenda á Suðurlandi heldur í Gunnarsholti á Rangárvöllum laugardaginn 7. apríl. kl. 10.30. Auk skipulagsmálanna heldur landgræðslustjóri erindi um landgræðslu og loftslagsmál.

Í tilkynningu frá félaginu er nefnt að uppi hafi verið vangaveltur um umhverfismál, rétt landeigenda yfir jörðum sínum og skipulag skógræktar innan sveitarfélaga. Á fundinn komi góðir gestir til að fræða fundarfólk og svara spurningum. Annars vegar fjallar Árni Bragason landgræðslustjóri um landgræðslu og loftslagsmál og hins vegar fjalla þeir Anton Kári Halldórsson, byggingar og skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, og Haraldur Birgir Haraldsson, starfsbróðir hans í Rangárþingi ytra, um skipulag skógræktar í sveitarfélögunum tveimur, réttindi landeigenda í samskiptum við stjórnvöld, þjóðlendur og þjóðgarða.

Að erindum loknum verður efnt til umræðna. Fundurinn hefst kl. 10.30 en áætlað er að honum ljúki um kl. 12.

Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti á fundinn, enda verði fjallað um málefni sem standi skógareigendum nærri og skipti miklu máli.