Nú styttist í árlega skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins, Skógardaginn mikla. Hann verður haldinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi 25. júní. Eins og í fyrra verður forleikur að deginum kvöldið áður, þ.e. 24. júní, þegar sauðfjárbændur bjóða gestum og gangandi að smakka grillað lambaket. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Hallormsstaðaskógi.

Frekari upplýsingar