Kynningarfundur á Grand Hótel í Reykjavík

Í ljósi aukins mikilvægis norræns vísindasamstarfs og komu framkvæmdastjóra NordForsk til landsins hefur Rannís í samvinnu við NordForsk ákveðið að slá upp stuttum kynningarfundi þar sem fjallað verður um styrkjamöguleika á vegum NordForsk og mikilvægi norræns vísindasamstarfs. Einnig verður kynning á NORDRESS, nýju öndvegissetri um náttúruvá og öryggi samfélaga. Íslendingar fara fyrir þessu setri og það hlaut nýlega 420milljóna króna rannsóknastyrk frá NordForsk.

NordForsk er stofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Stofnunin fjármagnar norrænt rannsóknasamstarf og veitir ráð og tillögur um norræna vísindastefnu.

Kynningin verður haldin í Setrinu á Grand Hótel í Reykjavík miðvikudaginn 27. ágúst kl. 12.00–13.30

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér.


Dagskrá

 

 1. Mikilvægi norræns vísindasamstarfs
  Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar V&T og stjórnarmeðlimur NordForsk.

 2. Styrkjamöguleikar á vegum NordForsk
  Gunnel Gustafsson, framkvæmdastjóri NordForsk.

 3. NORDRESS  -  Kynning á nýju Öndvegissetri um náttúruvá og öryggi samfélaga, sem styrkt er af Nordforsk
  Guðrún Gísladóttir, prófessor / Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða.

 4. Fyrirspurnir og umræður

  Fundarstjóri:   Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís
  Nánari upplýsingar: Kristmundur Þór Ólafsson hjá Rannís, Kristmundur.Olafsson@rannis.is