Starfsmenn úr Vaglaskógi komu í kurteisisheimsókn til starfsbræðra sinna í Hallormsstaðaskógi í fyrstu viku apríl.  Þar voru einkum grisjun og grisjunaraðferðir skoðaðar og skeggræddar.  Á myndinni eru starfsmenn frá
Vöglum og Hallormsstað að fylgjast með útdrætti á grisjunarviði úr ungu lerkistykki þar sem rauðgreni var gróðursett undir lerkið.