Starfsfólk Skógræktarinnar á Hallormsstað tekur á móti stærstu sendingu af skógarplöntum sem Sólskóg…
Starfsfólk Skógræktarinnar á Hallormsstað tekur á móti stærstu sendingu af skógarplöntum sem Sólskógar hafa sent frá sér. Á Hallormsstað er nú dreifingarstöð fyrir allt Austurland. Ljósmynd: Þór Þorfinnsson

Í gær var tekið á móti á Hallormsstað stærstu sendingu sem gróðrarstöðin Sólskógar hefur sent frá sér í einni ferð. Alls voru þetta um 218.000 plöntur, lerki og stafafura sem að mestu fara í lönd skógarbænda eystra.

Flutningabíllinn með trjáplönturnar kominn í hlað. Ljósmynd: Þór ÞorfinnssonNú er miðað við að ekki séu gróðursettar fleiri en 2.500 plöntur á hverjum hektara lands. Bakkaplöntur komnar á sinn stað og bíða afhendingar. Ljósmynd: Þór ÞorfinnssonMiðað við það nægir þessi plöntufjöldi í 87 hektara. Ef við gerum ráð fyrir að árleg meðalbinding koltví­sýr­ings á hverjum hektara verði að minnsta kosti 8 tonn næstu 60 árin verður árleg binding að meðaltali tæp 700 tonn af CO2 á þessum 87 hekturum. Á sextíu árum gæti þessi skógur þá bundið yfir 40.000 tonn koltvísýrings. Þessar tölur eru ágiskun og geta að sjálfsögðu verið breytilegar eftir landgerðum, vaxtarskilyrðum, lifun og fleiri þáttum.

Slegið var í tertu til að fagna áfanganum og einnig nýsamþykktum skógræktarlögum. Ljósmynd: Þór ÞorfinnssonAð sögn Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar á Austurlandi, sem tók meðfylgjandi myndir gladdi þessi plöntumóttaka mjög starfsfólkið á Hall­orms­stað því nú er rúmur áratugur frá því að plöntur hafa verið á plani í starfstöð Skóg­rækt­ar­inn­ar á Hallormsstað. Árið 2008 leigði gróðrar­stöðin Barri aðstöðu á staðnum en nú er þar mótttöku- og dreifingarstöð fyrir plöntur sem gróðursettar verða á Austurlandi. Þór hlakkar til að taka á móti skógarbændum sem koma til að sækja trjáplöntur í skóga framtíðarinnar.

Texti: Pétur Halldórsson