Fræsöfnunarátak er hafið hjá Skógrækt ríkisins. Fræi verður safnað um allt land en söfnun er nú hafin bæði á Tumastöðum og í Þjórsárdal. Á næstu vikum hefst svo söfnun vítt og breytt um landið. Áformað er að safna miklu fræi af birki, sitkagreni, rauðgreni og stafafuru, auk elritegunda, reyniviðar og asks. Nú er mjög gott fræár og lögð verður áhersla á að safna sem allramestu fræi af þessum tegundum þar sem ósennilegt er að svona gott fæár komi a.m.k. næstu 2-3 árin.