Út er komin ný skýrsla um vélvædda grisjun á Íslandi eftir þá Christoph Wöll og Loft Jónsson í samstarfi við PELLETime. Þar sem skógar á Íslandi eru enn ungir hefur ekki verið eins mikil þörf á grisjun og er í skógum víða annars staðar. Ljóst er hins vegar að meira verður grisjað á næstu árum og áratugum en gert hefur verið áður og því er full ástæða til að skoða alla nýja tækni sem möguleiki er á að nýta við grisjun. 

Í skýrslunni eru afköst og úrvinnsla fyrstu sérhæfðu skógarhöggsvélarinnar hér á landi, Græna drekans, skoðuð. Afköst vélarinnar eru borin saman við afkastatölur hins klassíska skógarhöggs, þ.e. manna með keðjudagir. Skýrsluhöfundar velta upp ýmsum spurningum, m.a. hvernig vél af þessu tagi henti í skógum sem eru misjafnir að stærð og aldri, skoða kostnaðinn og hvort einhverjir ókostir fylgi vélinni.


Nálgast má skýrsluna hér: