Rætt við Björn Traustason, landfræðing SR, í Morgunblaðinu

Skóglendisvefsjáin sem sett var á vef Skógræktar ríkisins síðla á síðasta ári hefur vakið athygli og í viðtali við Morgunblaðið í dag, 20. febrúar, segir Björn Traustason, landfræðingur á Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, að talsvert hafi verið um að fólk hafi haft samband til að koma á framfæri ábendingum og og upplýsingum sem gagnast til að bæta vefsjána. Í lok viðtalsins segir Björn þetta:

„Síðustu fjögur ár höfum við unnið að því að kortleggja birkiskógana og erum búin með 4/5 hluta þess verkefnis og lokahnykkurinn veðrur unninn í sumar. Við höfum skrásett birki á um 135 þúsund hekturum, en líklegt heildarflatarmál birkis þegar allt hefur verið kortlagt, er um 145 þúsund hektarar. Ræktaður skógur er hins vegar á tæplega 40 þúsund hekturum, en skóglendi á Íslandi hefur vaxið verulega á síðustu áratugum,“ segir Björn við blaðamann Morgunblaðsins, Ágúst Inga Jónsson.

Greinina má sjá hér á pdf-skjali