Skólasýningin sem staðið hefur í Grasagarðinu frá því í byrjun sept. flyst í Byko eftir helgina.  Margir hafa skoðað sýninguna að unanförnu m.a. hafa skólar lagt leið sína í garðinn í þeim tilgangi.  Myndin sýnir Guðrúnu Þórs hjá Fræðslumiðstöð undirbúa ungan dreng fyrir opnun sýningarinnar en hann og móðir hans sögðu þar frá reynslu sinni af þátttöku í skógarnámskeiði sem haldið var í Hamraskóla fyrir foreldra og börn sl. vetur.  Hann stóð sig afar vel drengurinn en á myndinni stendur faðir hans hjá og fylgist með áhyggjufullur.