Skólasýningin Lesið í skóginn sem  verið hefur í Grasagarðinum frá  8. sept. var sett upp í nýju versluninni hjá Byko í Breiddinni. Þar mun hún vera næstu vikurnar. Á sýningunni má sjá verk nemenda í 6 skólum sem unnin voru í fyrra vetur. Auk þess eru á sýningunni mynda og textaspjöld sem kynna verkefnið Lesið í skóginn. Í handriti sem liggur frammi á sýningunni má fá nánari upplýsingar um verkefnið, markmið og samstarfsaðila verkefnisins.