Skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar fer meðal annars yfir skipulagstillögur sveitarfélaga og gengur úr…
Skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar fer meðal annars yfir skipulagstillögur sveitarfélaga og gengur úr skugga um að þær falli að reglum og markmiðum um skógrækt á Íslandi. Mynd: Pétur Halldórsson.

Takist á við krefjandi verkefni tengd skipulagsmálum í skógrækt

Skógræktin leitar að framtíðarstarfsmanni á samhæfingarsviði til að starfa að skipulagsmálum skógræktar. Þetta er 50% starf sérfræðings hjá Skógræktinni og miðað er við að viðkomandi taki til starfa 1. september 2017. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur menntun og reynslu á sviði skógræktar, þekkingu á skipulagsmálum og er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni tengd skipulagsmálum í skógrækt. Sérfræðingurinn heyrir undir sviðstjóra samhæfingarsviðs. Skógræktin hefur forystu um uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi með víðtækri samvinnu, vinnur að vernd og friðun skóga og að því að draga fram hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu skóga.

Helstu verkefni:

 • Vinna að landsáætlun og framkvæmdaáætlunum í skógrækt
 • Umsagnir um opinber skipulagsmál, þ.m.t. mál er varða svæðis-, aðal-, og deiliskipulagsáætlanir og mat á umhverfisáhrifum
 • Mat á varanlegri skógareyðingu og gerð samninga um mótvægisaðgerðir
 • Upplýsingagjöf og aðstoð til sveitarfélaga og skipulagshönnuða um skógrækt í skipulagsáætlunum
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur og eiginleikar:

 • Skógfræðimenntun og reynsla af skipulagsmálum
 • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Hæfni í framsetningu upplýsinga á skrifaðri og talaðri íslensku
 • Hæfni í ensku og einu Norðurlandamáli

Skógræktin gerir þá kröfu til starfsfólks að það:

 • vinni samkvæmt stefnu og gildum Skógræktarinnar
 • taki þátt í að þróa skógræktarstarf í landinu, auka umfang þess og bæta árangur
 • sé í góðum tengslum við aðra starfsmenn stofnunarinnar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996.

Nánari upplýsingar veita:

Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí 2017. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilskrá og staðfestingu á menntun á heimilisfang aðalskrifstofu Skógræktarinnar:

Skógræktin, b/t skógræktarstjóra
Miðvangi 2-4
700 Egilsstöðum

Einnig má senda umsóknir í tölvupósti á throstur@skogur.is.