Yfirumsjón með starfsmannamálum, öryggismálum, umhverfismálum o.fl.

Skógræktin auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Egilsstöðum. Starfið heyrir undir rekstrarsvið Skógræktarinnar. Þetta er 50% starf og er miðað við að ráðið verði í það frá 1. september 2017 eða eftir nánara samkomulagi. Skógræktin hefur forystu um uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi með víðtækri samvinnu, vinnur að vernd og friðun skóga og að því að draga fram hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu skóga.

Helstu verkefni:                                                                                                

 • Mat á mannaflaþörf, umsjón með ráðningum, móttöku og þjálfun nýliða, tilfærslum í starfi og starfslokum
 • Yfirumsjón með símenntun og starfsþróun starfsmanna
 • Yfirumsjón með gerð starfslýsinga
 • Ráðgjöf til stjórnenda í mannauðstengdum málum
 • Yfirumsjón með árlegum starfsmannasamtölum
 • Yfirumsjón með öryggismálum og vinnuverndarmálum starfsmanna
 • Umsjón með þróun mannauðsstefnu og eftirfylgni hennar
 • Umsjón með yfirferð og uppfærslu starfsmanna- og stjórnendahandbókar
 • Umsjón með umhverfisstefnu stofnunarinnar

Hæfniskröfur og eiginleikar:

 • Háskólamenntun eða starfsreynsla á sviði mannauðsstjórnunar eða önnur menntun eða starfsreynsla sem nýtist við mannauðsstjórnun.
 • Útsjónarsemi, greiningarhæfni og skipulagsfærni
 • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð

Skógræktin gerir þá kröfu til starfsfólks að það:

 • vinni samkvæmt stefnu og gildum Skógræktarinnar
 • taki þátt í að þróa skógræktarstarf í landinu, auka umfang þess og bæta árangur
 • sé í góðum tengslum við aðra starfsmenn stofnunarinnar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996.

Nánari upplýsingar veita:

Gunnlaugur Guðjónsson, sviðstjóri rekstrarsviðs, 470 2010/gulli@skogur.is.  

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri 470 2007/throstur@skogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 17. júlí 2017.Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilskrá og staðfestingu á menntun á heimilisfang aðalskrifstofu Skógræktarinnar:

Skógræktin, b/t skógræktarstjóra
Miðvangi 2-4
700 Egilsstöðum

Einnig má senda umsóknir í tölvupósti á throstur@skogur.is.

Öllum umsækjendum verður svarað.