Jóhann Gísli Jóhannsson skógarbóndi á Breiðavaði og stjórnarmaður í Héraðsskógum fór nýverið til Þýskalands á vegum verkefnisins. Ferðinni var heitið til Hannover á vélasýningu og með í för var Baldur Þorsteinsson hjá Vélum og Þjónustu.  Ýmis konar vélar til skógræktar og viðarvinnslu voru til sýnis.

Þetta var gríðarlega stór sýning og það hefði tekið marga daga að skoða allt sem framleiðendur höfðu  upp á að bjóða.  Það er greinilegt að orkumálin eru mikið í deiglunni á meginlandi Evrópu og möguleikar á að framleiða umhverfisvæna orku með skógrækt njóta vaxandi áhuga.  Til sýnis var mikið af hvers konar ofnum til húshitunar en á síðustu árum hefur tækni við viðarbrennslu fleygt fram.  Nýtísku ofnar eru með tvöfaldan brennara.  Fyrst er viðnum brennt, eins og í hefðbundnum kyndiofni, en svo er reyknum beint til brennslu í annað sinn.  Þetta gerir það að verkum að reykurinn er nánast sótlaus og orkunýtingin mun betri en áður þekktist.

Af öðrum tækjum sem Jóhann skoðaði má nefna stauravél, sem rennir viðarboli niður í ákveðin sverleika.  Afurðin getur verið girðingastaurar sem allir eru jafn sverir, en hægt er að renna allt frá fánastöngum að kústasköftum í þessari vél.  Afköst við góðar aðstæður eru  15-19 metrar á mínútu.

Bæklingar um ýmis tæki og tól má finna á skrifstofu Héraðsskóga.
Á eftirfarandi vefslóðum má sjá vélar/tæki til:

Eldiviðarframleiðslu
http://www.bgu-maschinen.de/
www.hmg-maschinen.de

Húshitunar
www.heitzmann.ch
www.hdg-bavaria.de
www.ferro-waermetechnik.de
www.froeling.com

Stauravinnslu
http://www.rabaud.com/
www.posch.com

Kurlframleiðslu
www.forsttechnik-lochner.de
www.johli.com
www.junkkari.fi
www.ecchlboeck.at
www.heizomat.de
www.linddana.dk
www.mvd-technik.de

Sögunnar
www.woodmizer.de


Útkeyrslu/Útdráttar
www.engel-forsttechnik.de 
http://www.dorn-tec.de
www.einsiedler-forsttechnik.de
www.igland-as.com