Skógræktarritið, félags- og fræðslurit Skógræktarfélags Íslands, fyrra hefti ársins 2003, er komið út. Í reynd er Skógræktarritið fagrit allra þeirra sem stunda skóg- og trárækt í minni eða stærri stíl og vilja fylgjast með því sem er efst á baugi hverju sinni.

Ritið á sér langa og farsæla sögu sem spannar ríflega 70 ár. Framan af hét það Ársrit Skógræktarfélags Íslands en árið 1991 var heiti þess breytt í Skógræktarritið. Árið 1999 breyttist ritið úr því að vera hefðbundið ársrit og kemur það nú út tvisvar á ári. Er það í takt við mikla grósku í skógrækt á Íslandi á öllum sviðum.

Fyrra hefti Skógræktarritsins árið 2003 er stórglæsilegt, prýtt fjölda fallegra litmynda og á kápu er mynd af olíumálverki (á birkikrossviði) frá árinu 1997 eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson er nefnist "Caraveggflís". Verkið er í eigu Listasafns Íslands.

Fjölmargar áhugaverðar greinar eru í ritinu og verður efnisleg umfjöllun birt hér á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands í vikunni.

Sjá nánar:
vefsíðu Skógræktarfélags Íslands