Fyrra hefti Skógræktarritsins 2010 er komið út. Á vefsíðu Skógræktarfélags Íslands segir um ritið:

Á kápu er falleg mynd er nefnist „Lífið" eftir Kristjönu Rós Oddsdóttur Guðjohnsen.

Að vanda eru fjölmargar áhugaverðar greinar í ritinu:
„Á afmælisári", eftir Magnús Gunnarsson
„Vigdís og tréð í bílskúrnum", eftir Halldór Halldórsson
„Hermannsgarður í Guðmundarlundi", eftir Braga Michaelsson
„Aukin fjölbreytni í yndisskógrækt", eftir Ólaf Sturlu Njálsson
„Ráðstefna: Skógar efla lýðheilsu fólks í þéttbýli", eftir Hrefnu Jóhannesdóttur
„Tré mánaðarins í Reykjavík 2008-2009", eftir Kristján Bjarnason
„Af slæðingum", eftir Ágúst H. Bjarnason
„Belgjurtir í skógrækt á Íslandi: II. hluti", eftir Sigurð Arnarson og Jón Guðmundsson
„Innfluttu skógartrén VIII: Mýralerki", eftir Þröst Eysteinsson
„Þorsteinn Valdimarsson höfundur Skógarmannaskálar - þjóðsöngs skógræktarfólks", eftir Halldór Halldórsson
Að auki eru þrjár minningargreinar í ritinu; um Björn Jónsson, Guðmund Örn Árnason og Jón Ísberg.

Skógræktarritið er selt í áskrift og í lausasölu á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands að Skúlatúni 6, 105 Reykjavík. Sími Skógræktarfélagsins er 551-8150 og netfangið skog(hjá)skog.is. Nýir áskrifendur fá tvö síðustu rit að gjöf.