rænni skógar I er heiti öflugs skógræktarnáms sem að þessu sinni er í boði fyrir fróðleiksfúsa skógræktendur á Suður- og Vesturlandi, sem vilja ná hámarksárangri í skógrækt. Námið er 16 námskeið og þar af eru 13 skyldunámskeið. Fyrstu námskeiðin verða kennd á vorönn 2009 og þau síðustu haustið 2011. Að meðaltali eru 2,5 námskeið á önn. Skráningarfrestur er til 20. mars.

Hvert námskeið stendur í tvo daga. Kennsla hefst kl. 16 á föstudögum og lýkur kl. 19. Á laugardögum er byrjað kl. 9 og kennt til kl. 16. Fjallað verður um mörg af grunnatriðum skógræktar m.a. um val á trjátegundum, undirbúning lands fyrir skógrækt, uppeldi og gróðursetningu skógarplantna, skógarumhirðu, skjólbelti, svo eitthvað sé nefnt.

SUÐURLAND
Nánari upplýsingar og skráning hjá Suðurlandsskógum: Hrönn, s. 480-1824, netfang hronn@sudskogur.is. Hér má nálgast bækling um Suðurland.

VESTURLAND
Nánari upplýsingar og skráning hjá Vesturlandsskógum: Guðmundur, s. 433-7054, netfang gudmundur@vestskogar.is. Hér má nálgast bækling um Vesturland.


Björgvin Örn Eggertsson verkefnisstjóri Grænni skóga gefur einnig upplýsingar, s.433-5305, netfang bjorgvin@lbhi.is

Landbúnaðarháskóli Íslands sér um skipulag námsins í samstarfi við Suðurlandsskóga, Vesturlandsskóga, félög skógarbænda á Suðurlandi og Vesturlandi, Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins. Aðeins er hægt að taka 30 þátttakendur í Grænni skóga I. Þeir, sem ljúka 80 % af skyldunámskeiðunum, fá námið metið til eininga á framhaldsskólastigi.