Ungur lerkiskógur er uppvaxandi viðarauðlind en getur líka verið gjöfult og sjálfbært beitiland fyri…
Ungur lerkiskógur er uppvaxandi viðarauðlind en getur líka verið gjöfult og sjálfbært beitiland fyrir búpening.

Áhrif skógarbeitar í ræktuðum skógi og eiginleikar íslensks trjáviðar

Á degi framhaldsnema við Landbúnaðar­háskóla Íslands sem haldinn verður á Hvanneyri á morgun, 3. mars, fjallar Guðríður Baldvindóttir um áhrif sauðfjár­beit­ar í ræktuðum ungskógi og viðhorf skógar- og sauðfjárbænda til skógarbeitar. Guðríður vinnur nú að meistararannsókn um þetta efni.

Þá talar einnig annar meistaranemi, Sævar Hreiðarsson, um eiginleika íslensks trjáviðar, þéttleika hans og endingu. Hvort tveggja eru þetta málefni sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir, nauðsyn þess að beita fé á gjöfult og sjálfbært land og spurningin um hvernig sú viðarauðlind sem er að verða til í landinu verður best nýtt. Að loknum erindunum verður opnað fyrir almennar fyrirspurnir og umræður.

Framhaldsnemar eru sérstaklega hvattir til þess að koma og fylgjast með því sem fer fram í málstofunni. Þarna gefst gott tækifæri til þess að hitta samnemendur og spjalla. Dagskráin í heild er á þessa leið:

10.15-10.30 Guðríður Baldvinsdóttir MS I
  Áhrif sauðfjárbeitar í ræktuðum ungskógi og viðhorf skógar- og sauðfjárbænda til skógarbeitar  
10.30-10.50

Sævar Hreiðarsson

Eiginleikar íslensks trjáviðar - þéttleiki og ending

MS II

 

10.50-11.10

Snædís Anna Þórhallsdóttir

Greiðsluvilji neytenda fyrir íslenskt nautakjöt samanborið við innflutt

MS

 

11.10-11.30

Magnus Göransson

A genome-wide association study of earliness and straw stability in Nordic spring barley

PhD

 11.30-11.50:    Almennar fyrirspurnir og umræður 

 Texti og mynd: Pétur Halldórsson