Í síðustu viku fóru nemendur og starfsfólk Þjórsárskóla í sína árlegu haustferð í þjóðskóginn í Þjórsárdal. Að þessu sinni var dvalið á fjölskyldutjaldsvæðinu og settar upp fjórar stöðvar sem hóparnir skiptust á að sækja. Meðan yngstu nemendurnir lærðu tálgun hjá Ólafi Oddssyni lærðu að afberkja og kljúfa asparkubba, þriðji hópurinn að afberkja skrautgreinar og elstu börnin smíðuðu borð undir leiðsögn Jóhannesar Sigurðssonar, umsjónarmanns skógarins í Þjórsárdal. Svo vel gekk smíðavinnan að þau smíðuðu tvö borð sem skólinn fær til að nota í útinámi á skólalóðinni.

Skógrækt ríkisins er að hefja nýtt tímabili í þróunarsamstarfi við Þjórsárskóla þar sem stigin verða ný skref í skógartengdu útinámi sem eiga að leiða til útgáfu nýrra skógartengdra verkefna fyrir verkefnefnabanka Lesið í skóginn. Þjóðskógurinn í Þjórsárdal verður aðalvettvangur þeirrar vinnu sem vonast er til að tengi skólann og samfélagið enn nær skóginum en þegar orðið með fyrra samstarfi sem staðið hefur í 4 ár.Texti og myndir: Ólafur Oddsson