Lummur voru bakaðar yfir eldi í skóginum.
Lummur voru bakaðar yfir eldi í skóginum.

Þó sólin hafi ekki skinið allan daginn, þá var hlýtt og milt veður og er talið að um 1.300 gestir hafi heimsótt Hallormsstaðaskóg. Dagurinn hófst á hinu árlega Skógarhlaupi þar sem hlaupin er 14 km leið um skóginn. Var þátttaka í hlaupinu góð og hefur það aldrei verið fjölmennara. Sigurvegari hlaupsins var Þorsteinn Magnússon. Hann hljóp á tímanum. 1 klst. og 7 mín. sem er Skógarhlaupsmet. Á sama tíma fór fram skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna.

Eftir hádegi hófst hin formlega skemmtidagskrá. Meðal atriða má nefna skógarþrautir fyrir börnin, skógarpúkana Pjakk og Petru, auk tónlistar- og dansatriða. Einnig fór fram Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi. Hana vann að þessu sinni Lárus Heiðarsson. Boðið var upp á heilgrillað naut, pylsur, ketilkaffi, lummur og fleira góðgæti.

Myndir frá Skógardeginum mikla má sjá í myndasafni.