Á afmælisdegi bændaskógræktar á Héraði, þann 20. júní, verður boðið til einstakrar fjölskyldu- og skógarhátíðar í Hallormsstaðaskógi.

Í boði er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna og frítt inn á svæðið. Félag skógarbænda á Austurlandi, Héraðs- og Austurlandsskógar, Skógrækt ríkisins og Barri, ásamt styrktaraðilum, bjóða þér að koma, fagna með okkur og njóta góðrar skemmtunar og ljúffengra veitinga í fallegu skógarumhverfi.


Dagskrá
í Trjásafninu í Mörkinni á Hallormsstað.

11:00-12:00 Skráning í skógarhlaup og skemmtiskokk.
12:00   Skógarhlaupið - ræsing í 14 km hlaup um skógarstíga.
  Nánar á www.hlaup.is og www.heradsskogar.is.
  Verðlaun í skógarhlaupinu eru einstakir útskornir gripir.
12:30   Fjölskylduhlaup - ræsing!
  4 km skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna, bæði litla og stóra.
13:00-16:00  Formleg hátíðardagskrá.
  Magga og við hin syngjum skógardagslagið svo undir tekur í skóginum.
13:30  Íslandsmeistarakeppni í skógarhöggi - keppni milli fremstu skógarhöggsmanna landsins - þar sem allt er í alvöru.
  Tónlistaratriði - Blúsband Guðgeirs.
  Fiðrildin flögra um skóginn og bjóða upp í dans og nú verða allir með!
  Pjakkur og Petra spjalla við börnin um lífið í skóginum.
  Skógarþrautir - léttar og skemmtilegar.
  Boðið uppá heilgrillað naut að hætti Héraðsmanna.
  Nauta- og skógarbændur ganga um beina og bjóða gestum og gangandi.
  Grillaðar pylsur - Sumardrykkur frá M.S. - ferskur og frískandi.
  Sjóðheitar skógarlummur með ilmandi rabarbarasultu og sjóðheitu ketilkaffi.

 

Smellið á auglýsinguna til að stækka hana.

skogardagurinn_mikli_2009