Dagskrá Skógardagsins mikla 2008 á flötinni í Mörkinni á Hallormsstað

10.30 – 12.00  Skráning í skógarhlaup og skemmtiskokk

12.00 Skógarhlaup- ræsing (14 km hlaup)

Utanvegahlaup sem allt fer fram í skógi.

Nánari upplýsingar á www.hlaup.is og www.heradsskogar.is

Verðlaun í Skógarhlaupinu eru einstakir útskorni gripi.

12.30 Skógar-skemmtiskokk – ræsing. 4 km skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna, bæði litla og stóra.

13.00 – 16.00 Formleg hátíðardagskrá:

Frumflutningur á Skógardagslaginu Skógardagurinn mikli.

Íslandsmeistarakeppni í skógarhöggi – sjónræn og spennandi.

Keppni milli fremstu skógarhöggsmanna landsins.

Tónlistaratriði

Þar sem púkarnir liggja í leyni - frumsaminn leikþáttur.

Skógarþrautir – Trjáklifur undir styrkri stjórn danskra skógarmanna.

 

Skógar og nautabændur bjóða upp á heilgrillað naut og með því!

Pylsur og heilnæmir ávaxtasafar.

Ketilkaffi og sjóðheitar skógarlummur með ilmandi rabbarasultu að hæti skógarmanna.

Pjakkur og Petra kveðja yngstu kynslóðina með lifandi trjám!

 

ALLIR VELKOMNIR OG ALLT FRÍTT!