Eins og sjá má af myndinni sem Sigurður Aðalsteinsson tók eru talsverðar skemmdir vegna fannfergisins. 

Birkiskógurinn í Fagradal er mikið skemmdur eftir snjókomuna í síðustu viku.
Skemmdirnar eru mest áberandi ofarlega í skóginum.  Egilsstaðaskógur er náttúrulegur birkiskógur sem hefur verið að breiðast út og vaxa undanfarna áratugi með minnkandi beitarálagi. Í neðri hluta skógarins (t.d. í Selskóginum) breyttist  snjókoman í slyddu og rigningu og rann þá snjórinn af trjánum en efsta hlutanum bætti í blautan snjó sem að sligað hefur trén.  Lítil tré eru það sveigjanleg að þau leggjast niður undan sjónum og eiga að öllum líkindum eftir að rétta sig við næsta sumar.  Það er á stærri trjánum sem eru orðin það sver að þau hafa brotnað fremur en bognað sem að skemmdirnar eru alvarlegastar.  Á Hallormsstað hefur ekki snjóað eins mikið og ber ekki mikið á snjóbroti þar.  Þetta eru óvenjulega miklar skemmdir núna og sjást þær vel ef ekið er inn Fagradalinn.  Skógurinn á þó að öllum líkindum eftir að jafna sig á nokkrum árum.