Undanfarnar vikur hafa erlendir sjálfboðaliðar unnið hjá Skógrækt ríkisins á Vesturlandi. Sjálfboðaliðarnir koma til landsins á vegum Veraldarvina og langar að kynnast Íslandi með því að vinna úti í verkum sem tengjast umhverfisvernd. Þeir koma frá ýmsum löndum, tveir þeirra sem áttu lengst að komu frá Kína og Kóreu.

Sjálfboðaliðarnir unnu í ýmsum verkum en aðallega voru þeir að hjálpa starfsmönnum Skógræktar ríkisins að bæta við leiðir í göngustígakerfinu á Stálpastöðum í Skorradal. Á meðal verkefna þeirra voru að slá lúpinu og gras frá slóðum, að bera kurl á göngustíga, að afkvista tré meðfram stígum og búa til þrep í skóginum.

Á myndinni að ofan má sjá Gleb frá Rússlandi og Marko frá Ítaliu að slá nálægt Stálpastaðabænum.

Á myndunum hér að neðan eru Sara frá Ítalíu og Sang Ah frá Kóreu með Ara Tómassyni, starfsmanni Skógræktarinnar, að bera kurl á göngustig á Stálpastöðum.

frett_05082011_2

frett_05082011_1

Myndir og texti: Christoph Wöll