Lesið í skóginn - Þjórsárskóli.
Lesið í skóginn - Þjórsárskóli.

Skógræktin og Þjórsárskóli standa fyrir kynningu á samstarfi sínu. Hún er ætluð öllum í samfélaginu, foreldrum, eldra fólki, systkinum, áhugasömum og öllum sem vilja kynnast gerð nytjahluta úr skógarefni.

Kynningin er í formi námskeiðs þar sem verkefni og starf er kynnt með gerð hagnýtra hluta fyrir þátttakendur. Gerðir verða nytjahlutir, t.d. krúsir, ausur, sleifa, kollar, bekkir, sem nýtast þátttakendum heima. Lagt er upp með að kynna  vinnubrögð og möguleika í nýtingu skógarafurða. Skógrækt ríkisins gefur allt efni og Þjórsárskóli lánar verkfæri og aðstöðu. Hver og einn fær sína hluti með sér heim að loknu námskeiði.

Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 2. september kl. 14:00-18:00 á lóð Þjórsárskóla.

Skráningar sendist á netfangið inga[hjá]thjorsarskoli.is eða í síma 486-6000.


Texti: Jóhannes H. Sigurðsson, aðstoðarskógarvörður á Suðurlandi