Komið er út nýtt tölublað af Riti Mógilsár. Í ritinu birtast greinar um skóga og skógræktarrannsóknir á Íslandi, hvort heldur stakar greinar eða nokkrar greinar saman, t.d. sem ráðstefnurit.

Að þessu sinni ritstýra þau Edda S. Oddsdóttir, Rakel J. Jónsdóttir og Bjarni D. Sigurðsson. Ritið er gefið út í tilefni Fagráðstefnu skógræktar á Húsvík sem hefst á morgun.

Rit Mógilsár er gefið út af Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá og er ritstýrt af Eddu S. Oddsdóttur (edda@skogur.is), Ólafi Eggertssyni (olie@skogur.is) og Birni Traustasyni (bjorn@skogur.is). Ábyrgðarmaður er Aðalsteinn Sigurgeirsson (adalsteinn@skogur.is), forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá. Höfundum sem hafa áhuga á að leggja til greinar í Rit Mógilsár er bent á að hafa samband við ritstjórn.


Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir