Út er komið nýtt tölublað af Riti Mógilsár en ritið er gefið út af Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá.

Að þessu sinni er ritið safn greina upp úr erindum og veggspjöldum sem kynnt voru á Fagráðstefnu skógræktar fyrr á þessu ári. Er þetta í fyrsta skipti sem höfundum á Fagráðstefnunni gefst tækifæri á að kynna efnið enn frekar á þessu formi.

Ritstjórarar þessa heftis eru Edda S. Oddsdóttir, Ólafur Eggertsson og Bjarni D. Sigurðsson, sem þakka höfundum kærlega fyrir þeirra framlag í ritið.


Texti: Edda S. Oddsdóttir

Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir